Erlent

Coldplay heiðraði minningu MCA

Breska rokkhljómsveitin Coldplay heiðraði minningu rapparans Adam Yauch í gær. Yauch, sem var liðsmaðurinn Beastie Boys, lést í gær, 47 ára að aldri.

Stuttu eftir að meðlimir Coldplay fréttu af skyndilegu fráfalli Yauch - eða MCA eins og hann var oftast kallaður - ákváðu þeir að flytja eitt af lögum Beastie Boys.

Lagið „(You Gotta) Fight for Your Right (to Party)" varð fyrir valinu. Útgáfa Coldplay var þó mun tilfinningalegri en upprunlega útgáfa lagsins.

„Við berum ástarkveðjur til Beastie Boys," sagði Christ Martin, söngvari Coldplay.

Hægt er að sjá Coldplay heiðra Beastie Boys hér fyrir ofan. Hins vegar er hægt að hlusta á upprunlega lagið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×