Innlent

Sagan um ónefndu tölvuleikjaprinsessuna heillaði dómefnd

Ásrún María Óttarsdóttir
Ásrún María Óttarsdóttir
Verðlaunaafhending í myndasögukeppni Borgarbókasafns og Myndlistaskólans í Reykjavík fór fram í Grófarhúsi í dag.

Ásrún María Óttarsdóttir hlaut sigurverðlaun en saga hennar um ónefnda tölvuleikjaprinsessu þótti bera af fyrir sögumennsku, litanotkun, sjónarhorn og teikningu.

Þá segir dómnefnd að Ásrún hafi hitt naglann á höfuðið með teygjanlegum mörkum alvarleika og aulahúmors, sem er einkennandi fyrir ákveðinn geira japanskra myndasagna.

Úr myndasögu Ásrúnar.
Einnig var fimm öðrum þátttakendum veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi sögur og myndir, en þeir voru eftirfarandi: Anna Dóra Sigurðardóttir, fyrir íkonísk manga-portrett; Dagný Rósa Vignisdóttir, fyrir skrítluna um veskið botnlausa; Hildur Ýr Ásmundsdóttir, fyrir ringlandi ofurhetjuhasar; Védís Rúnarsdóttir, fyrir nátthrafninn í hettupeysunni; og Signý Æsa Káradóttir fyrir forviða sæborg.

Í keppnina bárust tæplega 60 sögur og myndir. Dómnefndina skipuðu þau Bjarni Hinriksson, myndasöguhöfundur, Björn Unnar Valsson, bókmenntafræðingur og Inga María Brynjarsdóttir, grafískur hönnuður og myndhöfundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×