Innlent

Megrunarlausi dagurinn snýst um virðingu

„Þetta snýst allt um virðingu," segir Geir Gunnlaugsson, landlæknir, aðspurður um viðhorf sitt til Megrunarlausa dagsins sem haldinn er hátíðlegur í dag. Hann bendir á að samfélagið móti sjálfsmynd einstaklinga og að það sé nauðsynlegt að fagna öllum birtingarmyndum manneskjunnar.

Á Megrunarlausa deginum eru einstaklingar hvattir til þess að láta af viðleitni sinni til þess að grennast og leyfa sér að upplifa fegurð og fjölbreytileika mismunandi líkamsvaxtar. Þannig sé hægt að berjast gegn megrun, átröskunum og fordómum vegna holdafars.

„Átraskanir, sama hvort við tölum um anorexíu eða lystarstol, hefur verið vandamál í gegnum tíðina og þá sérstaklega hjá stúlkum," segir Geir. „Þessir sjúkdómar eru hugsanlega viðbrögð við þeim hugmyndum um heilbrigt líferni sem eru til staðar í samfélaginu."

Geir segir útlitsdýrkun vera afleiðingu af þessum ýktu hugmyndum um eðlilegt útlit og almennt heilbrigði. Hann telur þá bjöguðu sjálfsmynd sem sumir einstaklinga hafi sé nátengd samfélaginu - því sem Megrunarlausi dagurinn tvímælalaust jákvæður.

„Öll líkamsrækt er af hinu góða og það er hægt að ná góðri heilsu og vellíðan með margskonar hætti," segir Geir. „En okkur er öllum hollt að bera virðingu hvort fyrir öðru - óháð því hvernig við lítum út. Við erum til í margskonar myndum, bæði grönn og í þyngra lagi. Umburðarlyndi í garð náungans er nauðsynlegt og ef þessi dagur vekur athygli á því, þá er hann auðvitað af hinu góða."


Tengdar fréttir

Megrunarlausi dagurinn er í dag

Megrunarlausi dagurinn - alþjóðlegur baráttudagur gegn megrun, átröskunum og fordómum vegna holdarfars - er haldinn hér á landi í sjötta sinn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×