Innlent

Styttist í Ólympíuleikanna

Við Ólympíuleikvanginn í Lundúnum í gær.
Við Ólympíuleikvanginn í Lundúnum í gær. mynd/AP
Um fjörutíu þúsund manns komu saman í Ólympíuþorpinu í London í gærkvöldi þegar ólympíuleikvangurinn var formlega opnaður en þá voru nákvæmlega 2012 klukkustundir eða 80 dagar þar til að leikarnir hefjast þann 27. júlí næstkomandi.

Fjöldi íþróttahetja Bretlands voru viðstaddir en athöfnin var til að prófa leikvanginn fyrir stóran hóp fólks.

Leikvangurinn tekur 80 þúsund áhorfendur en einungis þurfti um 10 þúsund tonn af stáli til að reisa hann sem er umtalsvert minna en í öðrum ólympíuleikvöngum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×