Erlent

Gengu í hjónaband eftir að hafa setið í fangelsi í Íran

Shane Bauer og Sara Shourd.
Shane Bauer og Sara Shourd. mynd/AP
Maður og kona sem handtekin voru fyrir njósnir í Íran árið 2009 gengu í hjónaband í dag.

Þau Shane Bauer og Sara Shourd voru dæmd í 8 ára fangelsi eftir að landamæraverðir handsömuðu þau. Þau voru þá í fjallgöngu við landamæri landsins.

Shane og Sarah voru handtekin ásamt öðrum manni sem var á göngu með þeim - sá hinn sami var síðan svaramaður þegar Shane bað um hönd Söruh í fangelsinu.

Shane reif bút af skyrtu sinni og notaði sem trúlofunarhring.

Sarah var frelsuð eftir að hafa setið í fangelsi í 14 mánuði. Shane og vinur hans þurftu að dúsa bak við lás og slá þangað til í september á síðasta ári.

Þremenningarnir héldu ávallt fram sakleysi sínu. Yfirvöld í Bandaríkjunum höfðu síðan milligöngu um frelsun þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×