Innlent

Með skammbyssu á skemmtistað

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning stuttu fyrir miðnætti um mann sem var með skammbyssu inn á skemmtistað í Kópavogi. Dyraverðir afvopnuðu manninn og voru með hann í tökum þegar lögreglan kom á vettvang. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu og verður yfirheyrður síðar í dag - maðurinn var undir áhrifum áfengis. Skammbyssan var óhlaðin.

Þá stöðvaði lögreglan slagsmál á þriðja tímanum í nótt. Maður var fluttur á slysadeild en hann reyndist ekki vera mikið slasaður. Gerandinn er ófundinn.

a

Fimm fíkniefnamál komu upp í nótt, öll minniháttar. Þá voru sex ökumenn stöðvaðir grunaðir um meinta ölvun við akstur og átta gistu fangageymslu vegna margvíslegra brota.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×