Innlent

Framsóknarkonur með áhyggjur af launamuni kynjanna

Framsóknarkonur lýsa yfir verulegum áhyggjum af auknum launamuni kynjanna.

Samkvæmt launakönnun SFR hefur launamunur kynjanna aukist úr 9,9prósentum og í 13,2.

Fundur Landsstjórnar landssambands framsóknarkvenna sem haldinn var í gær ályktaði um að þetta misrétti sé ólíðandi.

Þá fagnaði fundurinn tilkomu samræmdra framboðsreglna innan flokksins, sem ætlað er að jafna hlut kynjanna á framboðslistum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×