Innlent

Slökkvilið kallað út vegna reyks við Hellisheiðarvirkjun

Slökkviliðinu í Árnessýslu barst tilkynning á ellefta tímanum í morgun um reyk í byggingu við Hveravallavirkjun á Hellisheiði.

Slökkviliðsmenn voru sendir á staðinn. Í ljós kom að snúra hafði sviðnað við spennuskáp.

Talsverður reykur var í húsinu nokkrir tæknimenn virkjunarinnar voru á staðnum.

Slökkviliðsmenn reykræstu bygginguna og er rannsókn hafin á málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×