Innlent

Verður að bregða búi verði Búlandsvirkjun að veruleika

Bóndi í Skaftárhreppi segist þurfa að bregða búi verði Búlandsvirkjun að veruleika. Hún segir landið ekki til sölu og sveitarfélagið sé betur komið án framkvæmda í Skaftá.

Suðurorka sem er í eigu HS Orku og Íslenskrar orkuvirkjunar hefur í þrjú ár undirbúið 150 megawatta virkjun í Skaftá undir nafninu Búlandsvirkjun. Þar er áætlað að veita Skaftá um göng í nýtt lón á Þorvaldsaurum og þar yrði stöðvarhús þar sem hluti af rennsli Tungufljóts yrði náð með tveimur stíflum en vatninu er síðan skilað aftur um göng til Skaftár.

„Ég vil meina að þetta hafi stórskaðleg áhrif á þá atvinnustarfsemi fyrir er en það er landbúnaður og ferðamennska," segir Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, sauðfjárbóndi á Ljótarstöðum í Skaftártungu. „Ég vil meina að sveitarfélagið sé betur komið án þessarra framkvæmda."

eiða Guðný Ásgeirsdóttir, sauðfjárbóndi á Ljótarstöðum í Skaftártungu.
Heiða á hluta af landinu við Tungufljót þar sem áætlað er að reisa virkjunina og segir hún að ef hún missir það svæði myndi hún þurfa að bregða búi.

„Tapi ég þessu landi þá er þetta bara einfalt mál, það er ekkert hægt að búa þarna. Kannski með 300 kindur en ekki þann fjölda sem ég bý með í dag og ætlar mér að búa með," segir Heiða.

Til þess að hægt sé að reisa virkjunin þarf að kaupa bæði land og vatnsréttindi við tungufljót og segist Heiða hafa engan áhuga á að selja sinn hluta af landinu.

„Ég tel mig bara ekki hafa nokkurn rétt til að gera þetta og mun ekki gera," segir Heiða. „Það er ekkert falt þarna. Það eru þá bara eignanámsaðgerðir ef að á að ganga svo langt, það er bara einfalt mál."

„Ég vil sjá þessar virkjanir í verndarflokk - það er einföld skoðun - þar tel ég þær eiga heima. Þetta eru hagsmunir, við erum bændur, viljum við láta framleiða matvæli í landinu, og ekki bara það - skaftárhreppur byggir á landbúnaði og ferðaþjónustu, hún er vaxtarbroddur. Tungufljótið er blátær veiði á. Það skýtur skökku við heimsmyndina í dag að eyðileggja hana, það er alveg morgunljóst."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×