Innlent

Vilji til að reisa miðaldakirkju

mynd/kirkja.is
Kirkjuráð hefur samþykkt að ganga til samstarfs um endurreisn miðaldadómkirkju í Skálholti.

Það var Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sem kynnti hugmyndina á haustmánuðum síðasta árs en hún fellst í því að aðilar í ferðaþjónustu og þjóðkirkjan taki höndum saman um uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu í Skálholti með því að reisa þar miðaldadómkirkju og reka hana sem sjálfbært menningar- og sýningarhús.

Vinna að deiliskipulagi fyrir Skálholt hefst á næstu vikum en þjóðkirkjan mun ekki fjármagna verkefnið en mun þó kosta gerð deiliskipulags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×