Innlent

Björgunarsveitir aðstoða slasaðan hjólreiðamann

Björgunarsveitir frá fjórum sveitum á Suðurlandi taka nú þátt í björgunaraðgerð eftir að hjólreiðamaður féll af hjóli sínu og slasaðist í Reykjadal norður af Hveragerði fyrr í dag.

Maðurinn var staddur við heita lækinn ofarlega í dalnum þegar atvikið átti sér stað. Hann er ekki talinn alvarlega slasaður og hringdi sjálfur eftir hjálp. Maðurinn mun þó þurfa aðstoð við að komast til byggða.

Sjúkrabíll mun bíða mannsins á bílastæðinu við Rjúpnabrekkur og mun hann flytja manninn á sjúkrastofnun þegar komið verður með hann niður úr dalnum.

Svæðið er erfitt yfirferðar og því þarf mikinn mannskap til að bera manninum til byggða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×