Innlent

Styrmir: "Forsetaembættið er úrelt fyrirbæri"

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins.
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins.
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, leggur til að embætti forseta Íslands verði fellt niður. Styrmir var gestur í sjónvarpsþættinum Silfur Egils í dag.

„Ég furða mig á því að í aðdraganda forsetakosninga séu komnir fram frambjóðendur sem telji sjálfssagt að beita málskotsrétti samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar," sagði Styrmir. „Þetta er gersamlega úrelt fyrirkomulag. Að einn maður, sem kosinn er til að búa á Bessastöðum í fjögur ár, skuli ráða því hvort tilteknu máli sé vísað í þjóðaratkvæðisgreiðslu."

Styrmir telur að ákveðinn hluti þjóðarinnar eigi að geta knúið mál til þess að fara í þjóðaratkvæði. „Það á ekki að vera á valdi eins manns að ákveða hvort að máli sé vísað í þjóðaratkvæðisgreiðslu."

Þá gagnrýnir Styrmir frambjóðendur fyrir að halda því fram að embætti forseta Íslands eigi að geta komið með lausn ýmissa mála hér á landi.

„Ef það á að vera svo að forseti Íslands eigi að koma að þessum málum, þá verður umræða að fara fram í samfélagi okkar um hvort að það eigi að breyta forsetaembættinu á þennan veg, og gera það jafn valdamikið og forsetaembætti Frakklands," segir Styrmir.

Þá telur Styrmir að leggja eigi niður embætti forseta Íslands. „Þetta er hégómaskapur og tildur. Þetta er úrelt fyrirbæri."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×