Innlent

Megrunarlausi dagurinn er í dag

mynd/INDD
Megrunarlausi dagurinn - alþjóðlegur baráttudagur gegn megrun, átröskunum og fordómum vegna holdarfars - er haldinn hér á landi í sjötta sinn í dag.

Hér á landi var í vikunni sett af stað átak þar sem almennir borgarar geta sent myndir af sér, inn á Facebook-síðu tileinkaða deginum, með skilaboðum sem það vill koma til samfélagsins.

Einnig er hægt að kynna sér málið á vefsvæði Líkamsvirðingar.

Þegar hafa yfir 130 manns sent inn myndir, en hluta myndanna má sjá í strætóskýlum borgarinnar sem og í auglýsingum kvikmyndahúsanna.

Enn er hægt að senda inn myndir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×