Erlent

Óstöðvandi - áhrifamikil auglýsing fyrir Ólympíuleika fatlaða

Ólympíuleikar fatlaðra hefjast í Lundúnum 29. ágúst næstkomandi og standa til 9. september. Að því tilefni hefur Ólympíuráð fatlaðra í Kanada framleitt auglýsingu sem lýsir þeim hindrunum sem fatlaðir einstaklingar yfirstíga til þess að verða þeir bestu í sinni grein.

Auglýsingin birtist á vefsíðunni YouTube fyrr í þessari viku. Hún er rúm mínúta að lengd en segir samt sem áður áhrifamikla sögu einstaklings sem slasaðist alvarlega en neitaði samt sem áður að gefast upp.

Í myndskeiðinu má sjá íþróttamann sem hleypur á hlaupabraut. Hann þýtur fram hjá hindrunum sem hann hefur yfirstigið: bílslys, sjúkrahús og endurhæfingu.

Hægt er að sjá myndskeiðið hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×