Fleiri fréttir Oxfam vara við hungursneyð í vesturhluta Afríku Alþjóðasamtökin Oxfam sem berjast gegn fátækt í heiminum segja að grípa verði til bráðaaðgerða til að koma í veg fyrir mikla hungursneyð í vesturhluta Afríku. 9.3.2012 07:22 Fyrri ferð Herjólfs fellur niður í dag Fyrri ferð Herjólfs frá Eyjum til Þorlákshafnar fellur niður vegna mikillar ölduhæðar á siglingaleiðinni. Horfur eru ekki góðar um að hægt verði að fara síðari ferðina í dag, en það skýrist um eða upp úr hádegi. 9.3.2012 07:18 Ítalir reiðir í garð Breta eftir að gíslabjörgun fór í vaskinn Ítölsk stjórnvöld eru reið út í Breta vegna þess að björgun tveggja gísla í Nígeríu í gær endaði með því að þeir báðir fórust en um var að ræða Breta og Ítala. 9.3.2012 07:09 Fjórtán ára stúlka ók bíl á ofsahraða á flótta frá lögreglunni Lögreglumenn segja það mikla mildi að fjórtán ára stúlka skildi ekki slasast alvarlega eða valda öðrum í umferðinni fjörtjóni, þegar hún ók bíl á ofsa hraða á vegrið á milli akbrauta á Sæbraut, reif það niður á nokkrum kafla uns bíllinn stöðvaðist á ljósastaur. 9.3.2012 07:00 Magntollar en ekki verðtollar Landbúnaðarráðherra verður skylt að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur þegar sýnt þykir að ekki verði nægjanlegt framboð á viðkomandi vöru á innanlandsmarkaði. Miða á við magntolla við úthlutun en ekki verðtolla. 9.3.2012 07:00 Sex ömmur keppa fyrir Rússland í Eurovision Framlag Rússlands til söngvakeppninnar Eurovision í ár verða sex ömmur sem allar eru komnar vel á sjötugsaldurinn. 9.3.2012 06:57 Á fjórða þúsund enn saknað í Japan Efnt verður til bænastundar í Grensáskirkju á sunnudag í tilefni af því að eitt ár er liðið frá því að öflugur jarðskjálfti skók norðausturhluta Japan. 9.3.2012 05:00 Tóku á sig afskriftir fyrir Grikki Grikkland náði í gær mikilvægum áfanga í baráttunni við skuldavanda þegar lánadrottnar ríkissjóðs í einkageirunum samþykktu niðurfærslu og breytingu skulda. 9.3.2012 03:15 Svifdrekamaður barðist við hákarla í tvo daga Pólskur svifdrekamaður barðist fyrir lífi sínu í tvo daga eftir að hann hrapaði yfir Rauðahafi. Hann háði grimma viðureign við hákarla sem sóttu að honum. 8.3.2012 23:15 Strandgestir björguðu höfrungum Strandgestir í Brasilíu komu 20 höfrungum til bjargar þegar þeir villtust af leið og enduðu upp í fjöru við Rio de Janeiro í gær. 8.3.2012 22:30 Bíll út af í Þrengslunum Árekstur varð á Hellisheiðinni og bíl var ekið út af í Þrengslunum á tíunda tímanum í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi sluppu allir farþegar og ökumenn í bílunum þremur ómeiddir. Mikil hálka er á vegum víða um land og eru ökumenn hvattir til þess að aka varlega. 8.3.2012 22:10 Ráðgáta hvað olli dauða tvíburasystra í Kaliforníu Lögreglan í Bandaríkjunum hefur loks haft upp á ættingjum tvíbura sem létust með stuttu millibili á heimili sínu á afskekktu svæði í Kaliforníu. Síðustu áratugi höfðu konurnar lítið sem ekkert samband við umheiminn. 8.3.2012 22:00 Mikil hálka í höfuðborginni Mikil hálka er á vegum höfuðborgarinnar. Lögreglan vill koma þeim skilaboðum til ökumanna að gæta sérstakrar varúðar vegna hálkunnar. 8.3.2012 21:33 Heimildarmynd um Obama væntanleg Barack Obama, Bandaríkjaforseti, mun opinbera nýja heimildarmynd 15. mars næstkomandi. Myndin er liður í kosningabaráttu forsetans en hann sækist nú eftir endurkjöri. 8.3.2012 21:30 Kony 2012 veldur fjaðrafoki í Úganda Heimildarmyndin Kony 2012, sem hefur fengið rúmlega 32 milljón áhorf á internetinu, hefur valdið talsverðum deilum í Úganda. Hjálparsamtök þar í landi segja að myndin birti ranga mynd af landinu. 8.3.2012 20:15 Úraræningjar verða framseldir til Íslands Tveir Pólverjar sem flúðu land eftir úraránið í verslun Michelsen á Laugavegi í október á síðasta ári verða framseldir til Íslands en þeir voru handteknir í Sviss í lok síðasta mánaðar. 8.3.2012 19:53 Kaupþingsforstjóri skaut fast á seðlabankastjóra í rafmögnuðu lofti Andrúmsloftið var rafmagnað þegar Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings gaf skýrslu fyrir Landsdómi í dag. Hann gagnrýndi starfsmenn seðlabankans fyrir dómi fyrir þversagnir í orðum og athöfnum. 8.3.2012 19:30 Flokkspólitísk rammaáætlun lifir ekki af ríkisstjórnina Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að rammaáætlun muni ekki lifa af þessa ríkisstjórn ef niðurstaðan verði flokkspólitísk. Forstjóri álversins í Straumsvík talar um pólitískan skollaleik. 8.3.2012 19:20 Átak þarf í gerð viðbragðáætlunar „Við erum náttúrlega stödd á miðri leið í langri vegferð, það er ekki eins og við séum að byrja á núllpunkti. Almannavarnir voru settar í gang árið 1963 og það er búið að gera gríðarlega mikið síðan," segir Reynir Víðisson, hjá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra. Ný skýrsla kom út í dag um Almannavarnir á Íslandi. 8.3.2012 18:45 Vill reisa álver á Húsavík á tveimur árum Svissneska álfyrirtækið Klesch vill reisa meðalstórt álver með hraði við Húsavík og hefur formlega óskað eftir því við stjórnvöld að fá að taka yfir álversverkefni Alcoa. Klesch segist geta hafið rekstur innan tveggja ára frá undirritun samninga. 8.3.2012 18:38 "Við erum þeirra óvinur" Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir að lögreglan sé aðal óvinur skipulagðra glæpagengja. Átak yfirvalda um að fjölga lögreglumönnum á síðasta ári hafi reynst vel og árangurinn sé góður. 8.3.2012 17:27 Þinghaldi lokið í dag Fjórða degi aðalmeðferðarinnar í máli Alþingis gegn Geir Haarde lauk um klukkan fjögur í dag. Dagurinn byrjaði á skýrslutökum yfir Jóni Þór Sturlusyni sem var aðstoðarmaður viðskiptaráðherra í hruninu Því næst kom Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins. 8.3.2012 16:57 Rolex-ræningjarnir fóru í sund eftir velheppnað rán Ástæðan fyrir því að Marcin Tomsz Lech tók að sér að keyra bíl í Michelsen-ráninu var einfaldlega sú að hann neytti ekki fíkniefna og sagðist vera góður ökumaður og ratvís í ókunnugum aðstæðum. Þetta kemur fram í dóminum yfir Marcin en dómari Héraðsdóms Reykjavíkur dæmdi hann í fimm ára óskilorðsbundið fangelsi í dag. Félagar hans, sem komust af landi brott áður en Marcin var handsamaður, rændu verslunina í október á síðasta ári. 8.3.2012 16:18 Hafði gríðarlegar áhyggjur af Icesave-reikningunum Ráðuneytisstjóra í samráðshópi um fjármálastöðugleika greindi á um það hvort ríkið bæri ábyrgð á tryggingasjóði innistæðueigenda sumarið 2008. Sjóðurinn sjálfur ber ábyrgð á Icesave-innistæðunum. 8.3.2012 16:01 Ekkjur Osama Bin Laden ákærðar Ekkjur Osama Bin Ladens hafa verið ákærðar fyrir að hafa komið til Pakistan með ólögmætum hætti. Konurnar voru handsamaðir af bandarískum hermönnum í bænum Abbottabad þegar Bin Laden var felldur á síðasta ári. 8.3.2012 15:24 Eignasala í Noregi hefði losað um 900 milljónir evra Allan tímann sem ég var stjórnarmaður Glitnis þá var upp á lagt að draga úr kostnaði og hagræða, sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, sem var stjórnarformaður Glitnis þegar bankinn hrundi. Hann sagði að þetta hefði verið gert með sölu eigna meðal annars og að segja upp 200 manns. Nánast hefði verið búið að ganga frá sölu eigna í Noregi til Nordea sem hefði losað um 900 milljónir evra. Það hefði ekki gengið eftir fall Lehman Brothers 15. september 2008. 8.3.2012 15:14 Júlíus Vífill: Yfirþyrmandi byggingamagn við Landspítalann Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins mótmæla fjórföldun núverandi byggingamagns við Landspítalann við Hringbraut. Þetta er meðal þess sem kom fram í bókun borgarfulltrúans Júlíus Vífils Ingvarsson sem situr í skipulagsráði en hann telur áætlað byggingarmagn á svæðinu yfirþyrmandi. 8.3.2012 14:46 Hreiðar Már neitaði að svara spurningum fréttamanna Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings neitaði að tjá sig nokkuð um vitnisburð sinn fyrir Landsdómi þegar hann kom út úr réttarsalnum. Þrátt fyrir að gengið væri á hann um að tjá sig um vitnisburðinn svaraði hann engu. Hér má sjá þegar Hreiðar Már yfirgefur Landsdóm. 8.3.2012 14:45 Starfsmenn sérstaks saksóknara fylgdust með Hreiðari Starfsmenn Sérstaks saksóknara voru á meðal áhorfenda í Landsdómi þegar Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, bar vitni í dag. Þeir fóru út jafnskjótt og Hreiðar þegar hann hafði lokið við vitnisburð sinn. 8.3.2012 14:44 Kvennaflug til Glasgow Í dag var minnt á alþjóðlegan baráttudag kvenna, 8. mars, með því að í flugi Icelandair til og frá Glasgow var áhöfnin, - flugstjóri, flugmaður og flugfreyjur,- eingöngu skipuð konum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 8.3.2012 14:31 Hreiðari heitt í hamsi "Mér bara blöskrar,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson um málflutning þeirra fulltrúa Seðlabankans sem hafa borið vitni í Landsdómi. 8.3.2012 13:59 Rolex ræningi í fimm ára fangelsi Marcin Tomasz Lech, einn fjögurra Pólverja sem komu hingað til lands í október í fyrra til þess að ræna úraverslunina Michelsen við Laugaveg, var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir þátt sinn í ráninu. Frá því dregst gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 27. október í fyrra. Þá er manninum gert að greiða tryggingafélaginu VÍS fjórtán milljónir króna og bíll sem hann ætlaði að nota til þess að koma þýfinu úr landi hefur verið gerður upptækur. 8.3.2012 13:43 Sex rússneskar ömmur taka þátt í Eurovision Þjóðlagahópurinn "Buranovo Grannies" mun syngja fyrir hönd Rússlands í Eurovision í ár. Sex ömmur eru í hópnum og vonast þær til safna fé fyrir nýrri kirkju í þorpinu sínu. 8.3.2012 13:40 Bannað að vigta matvörur í umbúðum Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að verslanir sem eru með kjöt- og fiskborð vigta allajafna umbúðir með þegar varan er vigtuð við sölu. Vegna þessa vilja Neytendasamtökin koma því á framfæri að þetta er óheimilt samkvæmt reglugerð nr. 503/2005 um merkingu matvæla. Þetta gildir að sjálfsögðu einnig þegar matvörur eru seldar uppvigtaðar í kæliborðum eins og raunar um allar aðrar matvörur. 8.3.2012 14:37 Vilmundur gefur áfram kost á sér sem formaður SA Formaður Samtaka atvinnulífsins, Vilmundur Jósefsson, hefur ákveðið að gefa áfram kost á sér sem formaður SA. 8.3.2012 14:29 Engin formleg tilmæli um að minnka bankana Kaupþingsmenn fengu engin formleg tilmæli á árinu 2008 um að bankinn skyldi minnka. Þetta fullyrti Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings fyrir Landsdómi í dag. "Það voru engin formleg tilmæli, engir fundir eða minnisblöðð eða beinlínis óskir um að bankinn myndi minnka sig,“ sagði Hreiðar Már. Hins vegar hefðu Kaupþingsmenn fundið fyrir áhyggjum stjórnvalda af stöðu mála á árinu 2008. 8.3.2012 13:25 Jónas í viðtali: Hefði átt að stækka FME hraðar Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins ræddi við Þorbjörn Þórðarson fréttamann Stöðvar 2 að lokinni yfirheyrslu í Landsdómi nú eftir hádegi. Hér má sjá viðtalið við Jónas í heild sinni. 8.3.2012 13:15 Kona dæmd fyrir brennu - var „kafdópuð“ þegar hún kveikti eldinn Kona var dæmd í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að kveikja í íbúð sinni á Norðurbakkanum í Hafnarfirði í janúar á síðasta ári. 8.3.2012 13:11 Viggó Þór dæmdur í tveggja ára fangelsi Viggó Þór Þórisson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Verðbréfaþjónustu Sparisjóðanna (VSP), var dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til fjársvika í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Hann var aftur á móti sýknaður af ákæru um stórfelld umboðssvik. 8.3.2012 12:26 Átján leituðu til Stígamóta vegna hópnauðgana 18 einstaklingar leituðu til Stígamóta árið 2011 vegna hópnauðgana. Það er fjölgun frá árinu 2010 en þá voru viðtöl vegna hópnauðgana alls 13. Stígamót kynntu ársskýrslu fyrir árið 2011 fyrir blaðamönnum í morgun. Alls leituðu 169 einstaklingar til Stígamóta vegna nauðgana árið 2011. 8.3.2012 12:05 Ekki hægt að þvinga Landsbankann í Icesave-málinu Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagðist hafa verið byrjaður að gera sér grein fyrir því í lok árs 2007 eða snemma árs 2008 að hætta myndi skapast vegna svokallaðra Icesave-reikninga í Bretlandi. Aðspurður fyrir Landsdómi, sagðist hann ekki muna eftir tilkynningu frá Landsbankanum til FME, 10. mars 2008 um að bankinn væri að opna slíka reikninga í Hollandi. 8.3.2012 11:35 Sólstormurinn sló út stuttbylgjusambandið við útlönd Mjög öflugur sólstormur ríður nú yfir jörðina en hann hefur valdið ýmsum truflunum á fjarskiptum víða um heiminn, þar á meðal hér á landi. Stuttbylgjusambandið við útlönd og innanlands sló út vegna stormsins. 8.3.2012 11:15 Hlátrasköll í dómssal Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms, stýrir réttahöldum af mikilli ákveðni. Nú sem endranær er tíminn fyrir hvert vitni naumt skammtaður. Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari og Andri Árnason, verjandi Geirs, hafa þó fengið nokkuð ríflegan tíma til að taka skýrslu af Jónasi Fr. Jónssyni. 8.3.2012 10:54 Tölvuþrjótur réðst á Vodafone: "Alsír að eilífu“ Vefur Vodafone varð fyrir tölvuárás í nótt. Það var tölvuþrjóturinn Over-X sem braust inn á þjónustusíðu Vodafone um miðnætti og skildi eftir skilaboðin "Alsír að eilífu“ skrifað á ensku. 8.3.2012 10:27 "Pabbi, þú ert aldrei heima nema á morgnana" "Þegar ég tók við Fjármálaeftirlitinu var stofnunin ákaflega vanmáttug. Það voru 35 starfsmenn og mikil starfsmannavelta,“ sagði Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, fyrir Landsdómi í dag. Að auki hafi upplýsingakerfi verið léleg. 8.3.2012 10:12 Sjá næstu 50 fréttir
Oxfam vara við hungursneyð í vesturhluta Afríku Alþjóðasamtökin Oxfam sem berjast gegn fátækt í heiminum segja að grípa verði til bráðaaðgerða til að koma í veg fyrir mikla hungursneyð í vesturhluta Afríku. 9.3.2012 07:22
Fyrri ferð Herjólfs fellur niður í dag Fyrri ferð Herjólfs frá Eyjum til Þorlákshafnar fellur niður vegna mikillar ölduhæðar á siglingaleiðinni. Horfur eru ekki góðar um að hægt verði að fara síðari ferðina í dag, en það skýrist um eða upp úr hádegi. 9.3.2012 07:18
Ítalir reiðir í garð Breta eftir að gíslabjörgun fór í vaskinn Ítölsk stjórnvöld eru reið út í Breta vegna þess að björgun tveggja gísla í Nígeríu í gær endaði með því að þeir báðir fórust en um var að ræða Breta og Ítala. 9.3.2012 07:09
Fjórtán ára stúlka ók bíl á ofsahraða á flótta frá lögreglunni Lögreglumenn segja það mikla mildi að fjórtán ára stúlka skildi ekki slasast alvarlega eða valda öðrum í umferðinni fjörtjóni, þegar hún ók bíl á ofsa hraða á vegrið á milli akbrauta á Sæbraut, reif það niður á nokkrum kafla uns bíllinn stöðvaðist á ljósastaur. 9.3.2012 07:00
Magntollar en ekki verðtollar Landbúnaðarráðherra verður skylt að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur þegar sýnt þykir að ekki verði nægjanlegt framboð á viðkomandi vöru á innanlandsmarkaði. Miða á við magntolla við úthlutun en ekki verðtolla. 9.3.2012 07:00
Sex ömmur keppa fyrir Rússland í Eurovision Framlag Rússlands til söngvakeppninnar Eurovision í ár verða sex ömmur sem allar eru komnar vel á sjötugsaldurinn. 9.3.2012 06:57
Á fjórða þúsund enn saknað í Japan Efnt verður til bænastundar í Grensáskirkju á sunnudag í tilefni af því að eitt ár er liðið frá því að öflugur jarðskjálfti skók norðausturhluta Japan. 9.3.2012 05:00
Tóku á sig afskriftir fyrir Grikki Grikkland náði í gær mikilvægum áfanga í baráttunni við skuldavanda þegar lánadrottnar ríkissjóðs í einkageirunum samþykktu niðurfærslu og breytingu skulda. 9.3.2012 03:15
Svifdrekamaður barðist við hákarla í tvo daga Pólskur svifdrekamaður barðist fyrir lífi sínu í tvo daga eftir að hann hrapaði yfir Rauðahafi. Hann háði grimma viðureign við hákarla sem sóttu að honum. 8.3.2012 23:15
Strandgestir björguðu höfrungum Strandgestir í Brasilíu komu 20 höfrungum til bjargar þegar þeir villtust af leið og enduðu upp í fjöru við Rio de Janeiro í gær. 8.3.2012 22:30
Bíll út af í Þrengslunum Árekstur varð á Hellisheiðinni og bíl var ekið út af í Þrengslunum á tíunda tímanum í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi sluppu allir farþegar og ökumenn í bílunum þremur ómeiddir. Mikil hálka er á vegum víða um land og eru ökumenn hvattir til þess að aka varlega. 8.3.2012 22:10
Ráðgáta hvað olli dauða tvíburasystra í Kaliforníu Lögreglan í Bandaríkjunum hefur loks haft upp á ættingjum tvíbura sem létust með stuttu millibili á heimili sínu á afskekktu svæði í Kaliforníu. Síðustu áratugi höfðu konurnar lítið sem ekkert samband við umheiminn. 8.3.2012 22:00
Mikil hálka í höfuðborginni Mikil hálka er á vegum höfuðborgarinnar. Lögreglan vill koma þeim skilaboðum til ökumanna að gæta sérstakrar varúðar vegna hálkunnar. 8.3.2012 21:33
Heimildarmynd um Obama væntanleg Barack Obama, Bandaríkjaforseti, mun opinbera nýja heimildarmynd 15. mars næstkomandi. Myndin er liður í kosningabaráttu forsetans en hann sækist nú eftir endurkjöri. 8.3.2012 21:30
Kony 2012 veldur fjaðrafoki í Úganda Heimildarmyndin Kony 2012, sem hefur fengið rúmlega 32 milljón áhorf á internetinu, hefur valdið talsverðum deilum í Úganda. Hjálparsamtök þar í landi segja að myndin birti ranga mynd af landinu. 8.3.2012 20:15
Úraræningjar verða framseldir til Íslands Tveir Pólverjar sem flúðu land eftir úraránið í verslun Michelsen á Laugavegi í október á síðasta ári verða framseldir til Íslands en þeir voru handteknir í Sviss í lok síðasta mánaðar. 8.3.2012 19:53
Kaupþingsforstjóri skaut fast á seðlabankastjóra í rafmögnuðu lofti Andrúmsloftið var rafmagnað þegar Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings gaf skýrslu fyrir Landsdómi í dag. Hann gagnrýndi starfsmenn seðlabankans fyrir dómi fyrir þversagnir í orðum og athöfnum. 8.3.2012 19:30
Flokkspólitísk rammaáætlun lifir ekki af ríkisstjórnina Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að rammaáætlun muni ekki lifa af þessa ríkisstjórn ef niðurstaðan verði flokkspólitísk. Forstjóri álversins í Straumsvík talar um pólitískan skollaleik. 8.3.2012 19:20
Átak þarf í gerð viðbragðáætlunar „Við erum náttúrlega stödd á miðri leið í langri vegferð, það er ekki eins og við séum að byrja á núllpunkti. Almannavarnir voru settar í gang árið 1963 og það er búið að gera gríðarlega mikið síðan," segir Reynir Víðisson, hjá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra. Ný skýrsla kom út í dag um Almannavarnir á Íslandi. 8.3.2012 18:45
Vill reisa álver á Húsavík á tveimur árum Svissneska álfyrirtækið Klesch vill reisa meðalstórt álver með hraði við Húsavík og hefur formlega óskað eftir því við stjórnvöld að fá að taka yfir álversverkefni Alcoa. Klesch segist geta hafið rekstur innan tveggja ára frá undirritun samninga. 8.3.2012 18:38
"Við erum þeirra óvinur" Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir að lögreglan sé aðal óvinur skipulagðra glæpagengja. Átak yfirvalda um að fjölga lögreglumönnum á síðasta ári hafi reynst vel og árangurinn sé góður. 8.3.2012 17:27
Þinghaldi lokið í dag Fjórða degi aðalmeðferðarinnar í máli Alþingis gegn Geir Haarde lauk um klukkan fjögur í dag. Dagurinn byrjaði á skýrslutökum yfir Jóni Þór Sturlusyni sem var aðstoðarmaður viðskiptaráðherra í hruninu Því næst kom Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins. 8.3.2012 16:57
Rolex-ræningjarnir fóru í sund eftir velheppnað rán Ástæðan fyrir því að Marcin Tomsz Lech tók að sér að keyra bíl í Michelsen-ráninu var einfaldlega sú að hann neytti ekki fíkniefna og sagðist vera góður ökumaður og ratvís í ókunnugum aðstæðum. Þetta kemur fram í dóminum yfir Marcin en dómari Héraðsdóms Reykjavíkur dæmdi hann í fimm ára óskilorðsbundið fangelsi í dag. Félagar hans, sem komust af landi brott áður en Marcin var handsamaður, rændu verslunina í október á síðasta ári. 8.3.2012 16:18
Hafði gríðarlegar áhyggjur af Icesave-reikningunum Ráðuneytisstjóra í samráðshópi um fjármálastöðugleika greindi á um það hvort ríkið bæri ábyrgð á tryggingasjóði innistæðueigenda sumarið 2008. Sjóðurinn sjálfur ber ábyrgð á Icesave-innistæðunum. 8.3.2012 16:01
Ekkjur Osama Bin Laden ákærðar Ekkjur Osama Bin Ladens hafa verið ákærðar fyrir að hafa komið til Pakistan með ólögmætum hætti. Konurnar voru handsamaðir af bandarískum hermönnum í bænum Abbottabad þegar Bin Laden var felldur á síðasta ári. 8.3.2012 15:24
Eignasala í Noregi hefði losað um 900 milljónir evra Allan tímann sem ég var stjórnarmaður Glitnis þá var upp á lagt að draga úr kostnaði og hagræða, sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, sem var stjórnarformaður Glitnis þegar bankinn hrundi. Hann sagði að þetta hefði verið gert með sölu eigna meðal annars og að segja upp 200 manns. Nánast hefði verið búið að ganga frá sölu eigna í Noregi til Nordea sem hefði losað um 900 milljónir evra. Það hefði ekki gengið eftir fall Lehman Brothers 15. september 2008. 8.3.2012 15:14
Júlíus Vífill: Yfirþyrmandi byggingamagn við Landspítalann Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins mótmæla fjórföldun núverandi byggingamagns við Landspítalann við Hringbraut. Þetta er meðal þess sem kom fram í bókun borgarfulltrúans Júlíus Vífils Ingvarsson sem situr í skipulagsráði en hann telur áætlað byggingarmagn á svæðinu yfirþyrmandi. 8.3.2012 14:46
Hreiðar Már neitaði að svara spurningum fréttamanna Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings neitaði að tjá sig nokkuð um vitnisburð sinn fyrir Landsdómi þegar hann kom út úr réttarsalnum. Þrátt fyrir að gengið væri á hann um að tjá sig um vitnisburðinn svaraði hann engu. Hér má sjá þegar Hreiðar Már yfirgefur Landsdóm. 8.3.2012 14:45
Starfsmenn sérstaks saksóknara fylgdust með Hreiðari Starfsmenn Sérstaks saksóknara voru á meðal áhorfenda í Landsdómi þegar Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, bar vitni í dag. Þeir fóru út jafnskjótt og Hreiðar þegar hann hafði lokið við vitnisburð sinn. 8.3.2012 14:44
Kvennaflug til Glasgow Í dag var minnt á alþjóðlegan baráttudag kvenna, 8. mars, með því að í flugi Icelandair til og frá Glasgow var áhöfnin, - flugstjóri, flugmaður og flugfreyjur,- eingöngu skipuð konum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 8.3.2012 14:31
Hreiðari heitt í hamsi "Mér bara blöskrar,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson um málflutning þeirra fulltrúa Seðlabankans sem hafa borið vitni í Landsdómi. 8.3.2012 13:59
Rolex ræningi í fimm ára fangelsi Marcin Tomasz Lech, einn fjögurra Pólverja sem komu hingað til lands í október í fyrra til þess að ræna úraverslunina Michelsen við Laugaveg, var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir þátt sinn í ráninu. Frá því dregst gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá 27. október í fyrra. Þá er manninum gert að greiða tryggingafélaginu VÍS fjórtán milljónir króna og bíll sem hann ætlaði að nota til þess að koma þýfinu úr landi hefur verið gerður upptækur. 8.3.2012 13:43
Sex rússneskar ömmur taka þátt í Eurovision Þjóðlagahópurinn "Buranovo Grannies" mun syngja fyrir hönd Rússlands í Eurovision í ár. Sex ömmur eru í hópnum og vonast þær til safna fé fyrir nýrri kirkju í þorpinu sínu. 8.3.2012 13:40
Bannað að vigta matvörur í umbúðum Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að verslanir sem eru með kjöt- og fiskborð vigta allajafna umbúðir með þegar varan er vigtuð við sölu. Vegna þessa vilja Neytendasamtökin koma því á framfæri að þetta er óheimilt samkvæmt reglugerð nr. 503/2005 um merkingu matvæla. Þetta gildir að sjálfsögðu einnig þegar matvörur eru seldar uppvigtaðar í kæliborðum eins og raunar um allar aðrar matvörur. 8.3.2012 14:37
Vilmundur gefur áfram kost á sér sem formaður SA Formaður Samtaka atvinnulífsins, Vilmundur Jósefsson, hefur ákveðið að gefa áfram kost á sér sem formaður SA. 8.3.2012 14:29
Engin formleg tilmæli um að minnka bankana Kaupþingsmenn fengu engin formleg tilmæli á árinu 2008 um að bankinn skyldi minnka. Þetta fullyrti Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings fyrir Landsdómi í dag. "Það voru engin formleg tilmæli, engir fundir eða minnisblöðð eða beinlínis óskir um að bankinn myndi minnka sig,“ sagði Hreiðar Már. Hins vegar hefðu Kaupþingsmenn fundið fyrir áhyggjum stjórnvalda af stöðu mála á árinu 2008. 8.3.2012 13:25
Jónas í viðtali: Hefði átt að stækka FME hraðar Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins ræddi við Þorbjörn Þórðarson fréttamann Stöðvar 2 að lokinni yfirheyrslu í Landsdómi nú eftir hádegi. Hér má sjá viðtalið við Jónas í heild sinni. 8.3.2012 13:15
Kona dæmd fyrir brennu - var „kafdópuð“ þegar hún kveikti eldinn Kona var dæmd í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að kveikja í íbúð sinni á Norðurbakkanum í Hafnarfirði í janúar á síðasta ári. 8.3.2012 13:11
Viggó Þór dæmdur í tveggja ára fangelsi Viggó Þór Þórisson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Verðbréfaþjónustu Sparisjóðanna (VSP), var dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til fjársvika í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Hann var aftur á móti sýknaður af ákæru um stórfelld umboðssvik. 8.3.2012 12:26
Átján leituðu til Stígamóta vegna hópnauðgana 18 einstaklingar leituðu til Stígamóta árið 2011 vegna hópnauðgana. Það er fjölgun frá árinu 2010 en þá voru viðtöl vegna hópnauðgana alls 13. Stígamót kynntu ársskýrslu fyrir árið 2011 fyrir blaðamönnum í morgun. Alls leituðu 169 einstaklingar til Stígamóta vegna nauðgana árið 2011. 8.3.2012 12:05
Ekki hægt að þvinga Landsbankann í Icesave-málinu Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagðist hafa verið byrjaður að gera sér grein fyrir því í lok árs 2007 eða snemma árs 2008 að hætta myndi skapast vegna svokallaðra Icesave-reikninga í Bretlandi. Aðspurður fyrir Landsdómi, sagðist hann ekki muna eftir tilkynningu frá Landsbankanum til FME, 10. mars 2008 um að bankinn væri að opna slíka reikninga í Hollandi. 8.3.2012 11:35
Sólstormurinn sló út stuttbylgjusambandið við útlönd Mjög öflugur sólstormur ríður nú yfir jörðina en hann hefur valdið ýmsum truflunum á fjarskiptum víða um heiminn, þar á meðal hér á landi. Stuttbylgjusambandið við útlönd og innanlands sló út vegna stormsins. 8.3.2012 11:15
Hlátrasköll í dómssal Markús Sigurbjörnsson, forseti Landsdóms, stýrir réttahöldum af mikilli ákveðni. Nú sem endranær er tíminn fyrir hvert vitni naumt skammtaður. Sigríður J. Friðjónsdóttir saksóknari og Andri Árnason, verjandi Geirs, hafa þó fengið nokkuð ríflegan tíma til að taka skýrslu af Jónasi Fr. Jónssyni. 8.3.2012 10:54
Tölvuþrjótur réðst á Vodafone: "Alsír að eilífu“ Vefur Vodafone varð fyrir tölvuárás í nótt. Það var tölvuþrjóturinn Over-X sem braust inn á þjónustusíðu Vodafone um miðnætti og skildi eftir skilaboðin "Alsír að eilífu“ skrifað á ensku. 8.3.2012 10:27
"Pabbi, þú ert aldrei heima nema á morgnana" "Þegar ég tók við Fjármálaeftirlitinu var stofnunin ákaflega vanmáttug. Það voru 35 starfsmenn og mikil starfsmannavelta,“ sagði Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, fyrir Landsdómi í dag. Að auki hafi upplýsingakerfi verið léleg. 8.3.2012 10:12