Innlent

Sex rússneskar ömmur taka þátt í Eurovision

Þjóðlagahópurinn „Buranovo Grannies" mun syngja fyrir hönd Rússlands í Eurovision í ár. Sex ömmur eru í hópnum og vonast þær til safna fé fyrir nýrri kirkju í þorpinu sínu.

Ömmurnar sigruðu 24 söngatriði í sjónvarpskeppni í Rússlandi. Þær sömdu lagið sjálfar og eru hæst ánægðar með árangurinn. Lagið heitir „Party for Everybody."

„Ömmur hafa ekkert með dýrð eða auð að gera," sagði Grandmother Olga, meðlimur hópsins. „Markmið okkar er að reisa kirkjuna."

Lagið þykir afar sérstakt. Upphaf þess er í hefðbundnum þjóðlaga stíl en brátt tekur dúndrandi danstaktur við. Í texta lagsins segir: „Party for everybody, come on and dance."

Lagið er flutt á Udmurt en það er finnskt-úgrískt tungumál sem talað er af 500.000 manns.

Ömmurnar eru þekktar í Rússlandi fyrir tökulög. Þar á meðal hafa þær flutt Bítlalagið Yesterday og Hotel California eftir Eagles.

Hægt er að sjá ömmurnar flytja lagið „Party for Everybody" hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×