Fleiri fréttir

Lóa var í raun starri að herma

Lóan er ekki komin til landsins, að sögn Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings og formanns Fuglaverndarfélags Íslands.

Obama segir ástandið of flókið

Bandarískir ráðamenn sjá ekki ástæðu til að hefja árásir á Sýrland, þrátt fyrir að aðgerðir sýrlenska hersins gegn mótmælendum og uppreisnarmönnum hafi kostað meira en átta þúsund manns lífið.

Opið hús hjá Stígamótum

Opið hús verður hjá Stígamótum í dag í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Stígamót halda upp á afmæli sitt á þessum degi og gefa út ársskýrslu sína af því tilefni.

Fundur Varðbergs um glæpastarfsemi er í dag

Í Fréttablaðinu í dag, fimmtudag, er lítil frétt um fund á vegum Varðbergs um skipulagða glæpastarfsemi þar sem Jón F. Bjartmarz yfirlögregluþjónn og Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn tala. Fréttablaðið segir fundinn á morgun. Hið rétta er að fundurinn er í dag, fimmtudag, milli 12.00 og 13.00 í ráðstefnusal Þjóðminjasafnsins.

Herjólfur siglir að nýju til Eyja

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur getur nú aftur siglt á milli Eyja og Þorlákshafanr og verður farið í fyrri ferðina samkvæmt áætlun. Ekki er enn ljóst hvort hægt verður að fara síðari ferðina.

Reyndi að brjótast inn í MH

Liðlega tvítugur karlmaður var handtekinn um þrjú leitið í nótt eftir að hann hafði brotið rúðu í Menntaskólanum í Hamrahlíð og ætlaði þar inn, en þó ekki til skólasetu. Hann verður yfirheyrður í dag.

Páfagaukur í óskilum á lögreglustöð

Ungur páfagaukur, blár, grár og hvítur að lit, líklega svonefndur Gári, er í vörslu lögreglunnar á Akureyri eftir að skólastúlkur gómuðu hann í bókasafni Háskólans þar í bæ í gærkvöldi.

Dópaðir ökumenn teknir úr umferð á Selfossi

Ung kona var tekin úr umferð á Selfossi í gærkvöldi vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna. Í framhaldi af því var gerð húsleit heima hjá henni þar sem lítilræði af fíkniefnum fannst.

LÍ segir útilokað að lagarökin standist

Læknafélag Íslands segir rök landlæknis er varða afhendingu á lista yfir konur með sílikonbrjóst ónæg. Persónuvernd úrskurðar í næstu viku. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur ákveðið að slíkur gagnagrunnur verði gerður þar í landi.

Ákærður fyrir tvö hryðjuverk

Norski hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik hefur verið ákærður fyrir 77 morð, fjölmargar morðtilraunir og tvö hryðjuverk. Ríkissaksóknari Noregs telur Breivik ekki sakhæfan, en með þeim fyrirvara að eitthvað geti komið fram sem breyti því mati.

Áliðnaðurinn mikilvægur hagkerfinu

Hagfræðistofnun metur framlag áliðnaðarins á Íslandi 6 til 6,8 prósent af landsframleiðslu. Í greininni starfa um 2.000 manns en að auki áætlar stofnunin að um 2.800 manns starfi í tengdum greinum sem þjónusta áliðnaðinn.

Kominn hálfa leið að markinu

Mitt Romney bætti við sig að minnsta kosti 212 kjörmönnum á „stóra þriðjudeginum“, þegar forkosningar voru haldnar í tíu ríkjum Bandaríkjanna.

Glæpir og yfirvöld til umræðu í hádeginu

Varðberg, samtök um vestræna samvinnu og alþjóðamál, efnir til hádegisfundar á morgun til að ræða skipulagða glæpastarfsemi og viðbrögð yfirvalda við henni.

Myndband sem tröllríður netheimum - Veist þú hver Joseph Kony er?

Þeir sem hafa verið inn á samskiptasíðum á borði við Facebook og Twitter í dag hafa eflaust orðið var við herferðina um að gera Joseph Kony frægan. Nú hafa nokkrir Íslendingar tekið sig til og stofnað síðu á Facebook sem ber heitið "Making Kony Famous Icelandic Style 2012".

Enginn fékk 112 milljónir

Enginn var með allar tölurnar réttar í Víkingalottóinu en dregið var út í kvöld. Potturinn verður því tvöfaldur næst. Fyrsti vinningur kvöldsins var tæplega 112 milljónir króna. Einn íslenskur spilari var þó með allar jókertölurunar réttar og fær tvær milljónir króna í sinn hlut. Miðinn var seldur í Olís á Sæbraut við Sundagarða í Reykjavík.

Guðni Bergsson: "Ég áttaði mig ekki á því að hann hefði stungið mig“

„Ég sá þegar árásin átti sér stað, þannig ég hljóp inn á skrifstofuna og sá þá blóð. Þá þá reyndi ég að ná hnífnum af manninum," segir Guðni Bergsson, þegar hann bjargaði samstarfsfélaga sínum Skúla Eggert Sigurz, sem var stunginn sex sinnum að sögn Guðna í viðtalinu sem var tekið við hann á fréttavef í bænum Bolton á Englandi.

Þór Saari: Það kemur að því að fólk snappar

"Það voru margir í fjölmiðlum sem sögðust ekki geta skilið hvernig þetta gæti gerst. Ef ég hefði verið spurður að því, hefði ég getað svarað því. Það kemur að því að fólk snappar,“ segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, um hnífstunguárásina á lögmannsstofu í Lágmúla í vikunni. Þór var gestur í Kastljósi í kvöld.

Tók í hönd framkvæmdastjórans, kippti honum að sér og stakk

Framkvæmdastjóri Lagastoða hafði lækkað skuld árásarmannsins um þrjátíu þúsund krónur og þeir komist að samkomulagi áður en sá síðarnefndi réðist á hann og veitti honum lífshættulega áverka. Hinn særði er enn í lífshættu.

700 fyrirtæki tengjast áliðnaði á Íslandi

Álverin standa undir níutíu milljörðum króna af landsframleiðslu Íslendinga, að mati Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Ragnar Árnason prófessor segir koma á óvart hversu stórt framlag tengdra greina áliðnaðarins er. Þrjú álver eru rekin á Íslandi og hjá þeim starfa um tvöþúsund manns en þegar bætt er við þeim sem tengjast álverunum teljast nærri fimm þúsund manns starfa í áliðnaði og tengdum greinum.

Líkti íslensku bönkunum við Maddoff

Íslensku bankarnir voru með alþjóðlegar endurskoðunarskrifstofur. Það er því með ólíkindum að reikningar bankanna hafi verið með þeim hætti sem þeir voru sagði, Jón Sigurgeirsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri skrifstofu bankastjórnar Seðlabanka Íslands, fyrir Landsdómi í dag.

GR og Eimskip vinna saman að forvörnum

Golfklúbbur Reykjavíkur og Eimskip hafa undirritað samstarfssamning til næstu þriggja ára sem felur í sér fjölbreytt samstarf félaganna á ýmsum sviðum, fyrst og fremst á sviði forvarnarmála en einnig hvað varðar almenna framþróun golfíþróttarinnar á Íslandi.

Meintur barnaníðingur áfram í gæsluvarðhaldi

Karlmaður sem er ákærður fyrir að hafa misnota ellefu ára dóttur sína með grófum hætti mun sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Maðurinn var handtekinn í desember á Akranesi, þar sem hann er búsettur.

Eignir bankanna að stórum hluta loft

Geir Haarde hafði mikinn hug á því að koma Icesave inn í breskt dótturfélag, sagði Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, fyrir Landsdómi í dag. "Ég held að það sé ekki hægt að segja a ðhann hafi vanrækt það að gera það sem þurfti að gera til að fá þessu framgengt,“ sagði Jón.

Suðurlandsvegur lokaður vegna slyss

Suðurlandsvegur ofan við Sandskeið, í átt til Reykjavíkur, er lokaður eins og er vegna umferðarslys. Í tilkynningu frá lögreglu er sagt að ekki sé búist við því að vegurinn verði lokaður lengi en að búast megi við töfum. Sjúkrabíll er á leið á vettvang en slysið var nálægt Litlu Kaffistofunni. Nánar verður greint frá málinu þegar upplýsingar berast.

Fjármálaeftirlitið var allt of lítið

Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, segir að eftirlitið hafi verið allt of lítið af umfangi í ársbyrjun 2008 þegar hann tók við stöðu stjórnarformanns þess. "Ég tel að það hafi verið þá alveg bersýnilegt að fjöldi starfsmanna hjá eftirlitinu var langt um minna en vera þyrfti miðað við stærð bankakerfisins sem hafði vaxið á undanförnum árum,” sagði Jón.

Suðurlandsvegur opnaður að nýju

Lögreglan hefur opnað að nýju fyrir umferð um Suðurlandsveg ofan við Sandskeið í átt að Reykjavík. Veginum var lokað fyrr í dag vegna umferðaróhapps. Enginn slasaðist alvarlega í slysinu en mikil hálka er á þessu svæði og beinir lögregla þeim tilmælum til ökumanna að aka varlega.

Skúli hafði rætt við árásarmanninn í klukkustund

Skúli Sigurz, framkvæmdastjóri Lagastoðar sem nú liggur á gjörgæsludeild með lífshættuleg stungusár, hafði rætt við árásarmann sinn í um klukkutíma áður en maðurinn, Guðgeir Guðmundsson, lét til skarar skríða.

Meiningarmunur um ríkisábyrgð á Icesave

Viðskiptaráðuneytið og Fjármálaeftirlitið töldu að íslenska ríkið bæri ábyrgð á lágmarkstryggingu innistæðna samkvæmt EES tilskipunum. Þetta sagði Bolli Þór Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu og formaður samráðshóps um fjármálastöðugleika, fyrir Landsdómi í dag.

Sex breskir hermenn féllu í Afganistan

Sex breskir hermenn féllu í suðurhluta Afganistans þegar farartæki ók á sprengju og sprakk í loft upp. Þetta er mesta mannfall sem Bretar hafa orðið fyrir í einu atviki frá því að Nimrod flugvél fórst þar árið 2006 með fjórtán manns innanborðs.

Segir Geir ekki hafa haft beina aðkomu að Icesave-málinu

Bolli Þór Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, svaraði aðspurður að það hefði aldrei verið farið fram á aðkomu Geirs H. Haarde að Icesave-málinu þegar unnið var að því að koma reikningunum í dótturfélag í Bretlandi. Þessu svaraði hann í Landsdómi þegar Andri Árnason spurði hvort það hefði verið farið fram á að Geir hefði afskipti af málinu.

Dómari benti á möguleikann á handtöku fjórmenninganna

Dómari í Al Thani málinu svokallaða gerði athugasemd við það að enginn sakborninga hafi mætt fyrir dóminn þegar málið var þingfest klukkan tvö í dag. Framhald á þinghaldi hefur verið boðað 29. mars, meðal annars vegna þessa.

Enginn sakborninganna mættu í dómssal í Al-Thani málinu

Þingfesting í Al-Thani málinu svokallaða er hafin. Enginn hinna ákærðu mætti fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur en það eru fyrrverandi stjórnendum Kaupþings, Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson auk Ólafs Ólafssonar, kenndan við Samskip, sem eru ákærðir í málinu.

Úlfar með eina bestu matreiðslubók heims

Matreiðslubókin Stóra bókin um villibráð eftir Úlfar Finnbjörnsson, matreiðslumeistara sem bókaútgáfan Salka gefur út, var meðal þeirra bóka sem lentu í efstu sætum Gourmand-verðlaunanna þegar þau voru tilkynnt í gærkvöldi.

Vissu að fall eins banka myndi orsaka fall hinna

Bolli Þór Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsæitsráðuneytinu, segir að samráðshópur um fjármálastöðugleika hafi gert sér grein fyrir því að ef einn stóru viðskiptabankanna myndi falla þá myndu þeir allir falla.

Skólarúta fauk út af veginun - sautján börn í bílnum

Skólarúta fauk út af Reykjanesbrautinni í morgun þegar hún var á leið frá Vogum á Vatnsleysisströnd suður í Reykjanesbæ. Sautján börn voru í rútunni þegar sterkir vindar virðast hafa valdið því að ökumaður missti stjórn á rútunni og endaði utanvegar.

Farið fram á sex ára fangelsi - fórnarlambið minnislaust

Farið var fram á sex ára fangelsisdóm yfir Kristjáni Halldóri Jenssyni í Héraðsdómi í morgun fyrir tilraun til manndráps þegar hann beitti afsagaðri haglabyssu í átökum í Bryggjuhverfinu í Reykjavík í nóvember í fyrra. Aðalmeðferð í málinu lauk nú laust fyrir hádegi.

Sjá næstu 50 fréttir