Innlent

Úraræningjar verða framseldir til Íslands

Tveir Pólverjar sem flúðu land eftir úraránið í verslun Michelsen á Laugavegi í október á síðasta ári verða framseldir til Íslands en þeir voru handteknir í Sviss í lok síðasta mánaðar.

Það er ríkissaksóknari sem fram á að mennirnir verði framseldir hingað til lands en einn af ræningjunum var dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sá keyrði bílinn í ráninu og faldi þýfið. Fjórði ræninginn er líklega enn í Póllandi.

Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Alþjóðleg handtökuskipun var gefin út á hendur mönnunum þremur sem flúðu land, en þar sem þeir voru í Póllandi var ekki hægt að framselja þá til Íslands. Mennirnir voru svo handteknir í Sviss í febrúar og þess vegna er hægt að framselja þá hingað til lands, vegna þess að þeir eru ekki með ríkisborgararétt í því landi. Ekki er ljóst hvenær mennirnir tveir verði framseldir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×