Kony 2012 veldur fjaðrafoki í Úganda 8. mars 2012 20:15 Joseph Kony árið 2006. mynd/AP Heimildarmyndin Kony 2012, sem hefur fengið rúmlega 32 milljón áhorf á internetinu, hefur valdið talsverðum deilum í Úganda. Hjálparsamtök þar í landi segja að myndin birti ranga mynd af landinu. Myndin hefur vægast sagt vakið mikla athygli. Frá því að myndbandið birtist á vefsíðunum YouTube og Vimeo hefur það fengið 32.6 milljón áhorf. Það eru þrír bandarískir aðgerðarsinnar sem framleiddu myndina. Þeir krefjast þess að Joseph Kony, leiðtogi Lord's Resistance Army (LRA), verði handsamaður. Kony hefur numið fjölda barna á brott síðustu ár og þjálfað sem hermenn. Kony flúði Úganda fyrir sex árum. Hann heldur til í frumskógum nágrannalanda Úganda. Kony hefur háð marklaust stríð í mið-Afríku síðustu þrjá áratugi. Þúsundir hafa fallið í átökunum.mynd/AP„Það sem kemur fram í heimildarmyndinni er algjörlega rangt," segir Dr. Beatrice Mpora, stjórnandi heilbrigðissamtakanna Kairos í bænum Gulu. Á sínum tíma var bærinn helsta vígi LRA. „Við höfum ekkert séð af hermönnum LRA á síðustu sex árum. Hér ríkir friður. Fólk reynir að halda áfram með líf sitt og umheimurinn ætti frekar að hjálpa okkur í stað þess að einblína á Joseph Kony." Framleiðendur Kony 2012 vonast til þess að yfirvöld í Bandaríkjunum sendi 100 hernaðarráðgjafa til Úganda í von um að Kony finnist. Javie Ssozi, vinsæll pistlahöfundur í Úganda, er ósammála nálgun aðgerðasinnanna. „Gera þeir sér grein fyrir afleiðingunum?" spyr Ssozi. „Sú skoðun að lausnin sé hernaðarleg er einfaldlega fásinna." Rosebell Kagumire, blaðamaður í Úganda, tekur undir með Ssozi. „Heimildarmyndin birtir ekki rétta mynd af ástandinu. Ábyrgðarleysi þeirra er gríðarlegt."mynd/APÞað eru samtökin Invisible Children. sem standa að baki Kony 2012. Samtökin hafa áður sætt gagnrýni vegna fjármála sinna. Invisible Children. eyddu rúmum milljarði íslenskra króna árið 2001 - þar af fóru 456 milljónir til hjálparsamtaka. Talsmaður yfirvalda í Úganda, Fred Opolot, sagði að það væri villandi halda því fram að stríð geisaði í Úganda. Invisible Children segja að Kony 2012 einblíni á að vekja fólk til umhugsunar um baráttu Úgandabúa við að stöðva Joseph Kony. Tengdar fréttir Myndband sem tröllríður netheimum - Veist þú hver Joseph Kony er? Þeir sem hafa verið inn á samskiptasíðum á borði við Facebook og Twitter í dag hafa eflaust orðið var við herferðina um að gera Joseph Kony frægan. Nú hafa nokkrir Íslendingar tekið sig til og stofnað síðu á Facebook sem ber heitið "Making Kony Famous Icelandic Style 2012". 7. mars 2012 21:15 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira
Heimildarmyndin Kony 2012, sem hefur fengið rúmlega 32 milljón áhorf á internetinu, hefur valdið talsverðum deilum í Úganda. Hjálparsamtök þar í landi segja að myndin birti ranga mynd af landinu. Myndin hefur vægast sagt vakið mikla athygli. Frá því að myndbandið birtist á vefsíðunum YouTube og Vimeo hefur það fengið 32.6 milljón áhorf. Það eru þrír bandarískir aðgerðarsinnar sem framleiddu myndina. Þeir krefjast þess að Joseph Kony, leiðtogi Lord's Resistance Army (LRA), verði handsamaður. Kony hefur numið fjölda barna á brott síðustu ár og þjálfað sem hermenn. Kony flúði Úganda fyrir sex árum. Hann heldur til í frumskógum nágrannalanda Úganda. Kony hefur háð marklaust stríð í mið-Afríku síðustu þrjá áratugi. Þúsundir hafa fallið í átökunum.mynd/AP„Það sem kemur fram í heimildarmyndinni er algjörlega rangt," segir Dr. Beatrice Mpora, stjórnandi heilbrigðissamtakanna Kairos í bænum Gulu. Á sínum tíma var bærinn helsta vígi LRA. „Við höfum ekkert séð af hermönnum LRA á síðustu sex árum. Hér ríkir friður. Fólk reynir að halda áfram með líf sitt og umheimurinn ætti frekar að hjálpa okkur í stað þess að einblína á Joseph Kony." Framleiðendur Kony 2012 vonast til þess að yfirvöld í Bandaríkjunum sendi 100 hernaðarráðgjafa til Úganda í von um að Kony finnist. Javie Ssozi, vinsæll pistlahöfundur í Úganda, er ósammála nálgun aðgerðasinnanna. „Gera þeir sér grein fyrir afleiðingunum?" spyr Ssozi. „Sú skoðun að lausnin sé hernaðarleg er einfaldlega fásinna." Rosebell Kagumire, blaðamaður í Úganda, tekur undir með Ssozi. „Heimildarmyndin birtir ekki rétta mynd af ástandinu. Ábyrgðarleysi þeirra er gríðarlegt."mynd/APÞað eru samtökin Invisible Children. sem standa að baki Kony 2012. Samtökin hafa áður sætt gagnrýni vegna fjármála sinna. Invisible Children. eyddu rúmum milljarði íslenskra króna árið 2001 - þar af fóru 456 milljónir til hjálparsamtaka. Talsmaður yfirvalda í Úganda, Fred Opolot, sagði að það væri villandi halda því fram að stríð geisaði í Úganda. Invisible Children segja að Kony 2012 einblíni á að vekja fólk til umhugsunar um baráttu Úgandabúa við að stöðva Joseph Kony.
Tengdar fréttir Myndband sem tröllríður netheimum - Veist þú hver Joseph Kony er? Þeir sem hafa verið inn á samskiptasíðum á borði við Facebook og Twitter í dag hafa eflaust orðið var við herferðina um að gera Joseph Kony frægan. Nú hafa nokkrir Íslendingar tekið sig til og stofnað síðu á Facebook sem ber heitið "Making Kony Famous Icelandic Style 2012". 7. mars 2012 21:15 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira
Myndband sem tröllríður netheimum - Veist þú hver Joseph Kony er? Þeir sem hafa verið inn á samskiptasíðum á borði við Facebook og Twitter í dag hafa eflaust orðið var við herferðina um að gera Joseph Kony frægan. Nú hafa nokkrir Íslendingar tekið sig til og stofnað síðu á Facebook sem ber heitið "Making Kony Famous Icelandic Style 2012". 7. mars 2012 21:15