Innlent

Bannað að vigta matvörur í umbúðum

Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að verslanir sem eru með kjöt- og fiskborð vigta allajafna umbúðir með þegar varan er vigtuð við sölu. Vegna þessa vilja Neytendasamtökin koma því á framfæri að þetta er óheimilt samkvæmt reglugerð nr. 503/2005 um merkingu matvæla. Þetta gildir að sjálfsögðu einnig þegar matvörur eru seldar uppvigtaðar í kæliborðum eins og raunar um allar aðrar matvörur.

Neytendasamtökin ætlast til þess að verslanir fari að þessum reglum og stilli vigtar þannig að umbúðir séu dregnar frá við vigtun en slík törun, eins og það er kallað, er auðveld með þeim vogum sem notaðar eru í verslunum.



Neytendasamtökin
hvetja neytendur til að fylgjast með þessu og láta samtökin vita séu umbúðir vigtaðar með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×