Fleiri fréttir

Hvatti múslima til árása

Tveir bandarískir ríkisborgarar og meðlimir í al-Kaída hryðjuverkasamtökunum voru í gær vegnir í Jemen. Bandarískar orrustuþotur gerðu árásir á bílalest mannanna.

Perry og Romney leiða hópinn

Eftir að hafa komið inn með miklum látum og tekið forystuna í skoðanakönnunum umsvifalaust hefur Rick Perry tapað fylgi eftir slælega frammistöðu í kappræðum undanfarið. Hann og Mitt Romney skiptast nú á að leiða milli kannana en allt púður virðist úr Michelle Bachmann í bili og fylgið hrynur af henni.

Gleypti óvart hálsfesti frá kærastanum

Tuttugu og tveggja ára gömul kínversk kona gleypti óvænta gjöf frá kærastanum. Kærastinn hafði falið hálsfesti í bollaköku. Kærastan tók ekki eftir hálsfestinni, sem kostaði kærastann rúmlega níutíu þúsund íslenskar krónur.

Vilja banna nærfataauglýsingu með Gisele Bündchen

Brasilísk yfirvöld eru ekki sátt við nýja nærfataauglýsingu ofurfyrirsætunnar Gisele Bündchen. Lagt er til að auglýsingin, sem var frumsýnd þann 20. september í Brasilíu, verði bönnuð vegna misvísandi skilaboða.

Hægt að vinna lýtaaðgerðir í spilavíti

Spilavíti í Atlanta hefur ákveðið að bregða út af vananum og verðlauna fjárhættuspilara með nýstárlegum vinningi. Þannig verður einn fjárhættuspilari dreginn úr potti þann 29. október næstkomandi og fær hann 25 þúsund dollara til þess að eyða í lýtaaðgerðir.

Noregur treystir áfram á EES, sama hvað Ísland gerir

Innganga Íslands í Evrópusambandið mun ekki breyta þeirri afstöðu Noregs að halda fast í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, segir Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs. Hann hóf opinbera heimsókn til Íslands á Akureyri í gær.

Íbúðalánasjóður: Aðeins 40 fasteignir á leigumarkað

Aðeins 40 fasteignir í eigu Íbúðalánasjóðs munu rata á leigumarkað á næstunni, en framkvæmdastjóri sjóðsins hafði áður gefið til kynna að þær gætu orðið allt að þrefalt fleiri. Leggja hefði þurft út í hundruð milljóna kostnað til að gera allar fasteignirnar íbúðarhæfar.

Foreldrar telpunnar vilja afskipti ráðuneytis

Foreldrar telpu sem piltur á Akranesi káfaði á, hafa leitað til mennta- og menningarmálaráðuneytisins og óskað eftir því að pilturinn verði færður í annan skóla. Úrræði ráðuneytisins eru þó afar takmörkuð.

Línur í jörðu getur kostað allt að tólf milljarða

Meirihluti bæjarstjórnar Voga á Vatnsleysuströnd féll í dag, eftir að tillaga um að hafna loftlínu í gegnum land sveitarfélagsins var samþykkt á fundi bæjarstjórnarinnar á miðvikudagskvöld. Viðbótarkostnaður getur orðið allt að tólf milljarðar verði kröfum mætt, segir forstjóri Landsnets.

Skútur losnuðu frá í óveðri - skemmdu millibryggjur illa

Súlur - björgunarsveitin á Akureyri var kölluð út um fjögur leytið í dag þegar að skútur, sem liggja við flotbryggjuna við menningarhúsið Hof, losnuðu og skemmdu millibryggjur illa. Mikið hefur bætt í vind á Akureyri undanfarna klukkustund og eru nú 10 björgunarsveitamenn, hafnarstarfsmenn og eigendur skútanna að reyna að bjarga málum. Búið er að ná einni skútu frá og verið er að reyna verja hinar þrjár eða ná þeim frá höfninni en aðstæður eru nokkuð erfiðar.

Krabbameinsfélagið bjargaði lífi mínu

,,Krabbameinsfélagið bjargaði lífi mínu" segir kona sem greindist með brjóstakrabbamein í hefðbundinni 40 ára skoðun hjá Krabbameinsfélaginu. Árvekni- og söfnunarátakinu, Bleika slaufan, var hleypt af stokkunum í dag.

Þriðji mesti olíufundur í sögu Noregs

Gríðarstórar nýjar olíulindir hafa fundist í Norðursjó og er þetta talinn þriðji mesti olíufundur í sögu Noregs. Nýju olíulindirnar eru um 140 kílómetra vestur af Stafangri á svæðum sem kallast Avaldsnes og Aldous.

Datt í það og þarf að ljúka refsingu

Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli gegn þrítugum karlmanni sem var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi gegn því að hann leitaði sér aðstoðar við vímuefnafíkn sinni.

Sýnishorn úr Hollywood-mynd Baltasars

Fyrsta sýnishornið úr Hollywood-kvikmyndinni Contraband, sem Baltasar Kormákur leikstýrir og er byggð á íslensku myndinni Reykjavík-Rotterdam, er nú komin á internetið.

Merkel gagnrýnir Netanyahu

Angela Merkel segir að ákvörðun Ísraelsmanna um að reisa fleiri byggingar í austur-Jerúsalem vekja spurningar um hvort að yfirvöld þar í landi séu yfir höfuð reiðubúin til að komast að samkomulagi við Palestínu.

Urban OS mun stjórna taugakerfi stóborgarinnar

Vísindamenn telja að stórborg framtíðarinnar muni stjórna sér sjálf og geti fylgst náið með þegnum sínum. Steve Lewis stjórnar hugbúnaðarþróun hjá fyrirtækinu Living PlanIT. Stýrikerfið kallast Urban OS og verið er að setja upp fyrstu útgáfu þess í Portúgal.

Verst að búa í Bretlandi

Bretland er versta Evrópulandið til að búa í samkvæmt rannsókn sem vefsíðan uSwitch stóð fyrir. Þar kom í ljós að einn af hverjum tíu í Bretlandi væru nú að íhuga að flytja úr landi.

Sló stúlku hnefahöggi og hrinti annarri niður stiga

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi karlmann á þrítugsaldri í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í morgun. Maðurinn réðst á tvær stúlkur á skemmtistað í Reykjavík í janúar á síðasta ári. Hann sló aðra þeirra en hrinti hinni niður stiga með þeim afleiðingum að hún rifbrotnaði og hlaut fleiri áverka. Maðurinn neitaði sök en dómurinn taldi sannað, meðal annars samkvæmt framburði vitna, að maðurinn hefði ráðist á stúlkurnar. Hann var dæmdur til að greiða annarri stúlkunni 150 þúsund krónur í bætur en hinni 250 þúsund krónur.

Keisaraskurður á kirkjugólfinu

Þunguð kona var skotin til bana í Sankti Maríu kirkjunni í Madrid í dag. Læknar þurftu að framkvæma keisaraskurð á kirkjugólfinu. Konan lést samstundis en læknum tókst að draga barnið úr kvið konunnar stuttu eftir. Það þurfti svo hjartanudd til að vekja barnið til lífsins.

Fölsuð Casio-úr seld Íslendingum

Í sumar hefur töluvert borið á vefsíðum, til að mynda á Facebook, sem gerðar eru út af íslenskum aðilum þar sem fölsuð Casio tölvuúr eru auglýst til sölu sem ekta.

Meirihlutinn í Vogum sprunginn

Meirihluti bæjarstjórnar Voga á Vatnsleysuströnd er fallinn eftir að tillaga um að hafna línulögn í gegnum land Voga var samþykkt á fundi í vikunni. Fulltrúar E-listans greiddu tillögunni ekki atkvæði og tilkynntu samstarfsflokknum, H-listanum í gærkvöldi að ekki væri áhugi fyrir frekara samstarfi.

Miðaldra maður tók skólastrák kverkataki

Miðaldra maður í Plymouth, Mark Bradford, var handtekinn fyrr dag eftir að hafa tekið 13 ára dreng kverkataki. Hinn 46 ára gamli Bradford segist hafa ráðist á drenginn í stundarbrjálæði. Ástæða árásarinnar var tölvuleikurinn Call of Duty. Bradford sturlaðist eftir að skólastrákurinn hafði drepið hann ítrekað í leiknum og gert grín af honum.

Kongómaður vill Tinna úr verslunum

Kongómaðurinn Mbutu Mondondo hefur farið fram á við dómstóla í Brussel að hin víðfræga teiknimyndabók Herges, Tinni í Kongó, verði tekinn úr umferð. Ástæðan fyrir þessu liggur í birtingarmynd Afríkubúa í bókinni sem Mondondo telur vera hlaðna kynþáttafordómum. Tinni í Kongó var gefin út árið 1931 og í seinni útgáfum hefur fordómafullt orðabragð verið lagað. Í enskri útgáfu bókarinnar er varað við efnistökunum og minnt á að mikilvægt sé að sjá verkið í ljósi útgáfutíma síns.

Ákvörðun tekin klukkan fimm

Tekin verður ákvörðun um síðustu ferð Baldurs frá Eyjum klukkan hálf níu í kvöld og frá Landaeyjahöfn klukkan tíu, klukkan fimm í dag. Þrjár fyrstu ferðir vestmannaeyjaferjunnar falla niður í dag vegna mikillar ölduhæðar við Landaeyjahöfn. Farþegar sem eiga bókað far með ferjunni eru beðnir um að fylgjast með framvindu mála á herjolfur.is og á Facebook-síðu Herjólfs.

Ljósmæður styðja lögreglumenn

Ljósmæðrafélag Íslands styður launakröfur lögreglumanna í landinu. Í tilkynningu frá félaginu segir að allir viti hve mikilvæg störf lögreglumanna séu en að fæstir geri sér grein fyrir hvað liggi að baki heildarlaunum þeirra. „Ljósmæður þekkja vaktavinnuna vel og þær fórnir og það álag sem henni fylgir. Það hlýtur að vera eðlileg krafa lögreglumanna líkt og annarra að geta framfleytt sér og sínum á grunnlaunum,“ segir að auki um leið og félagið hvetur ríkið til að komatil móts við lögreglumenn.

Mótmælt á Tahrir torgi

Þúsundir mótmælenda er enn á ný samankomnir á Tahrir torgi í Kaíró. Aðgerðasinnarnir krefast þess að herstjórnin komi völdum til fólksins. Enn fremur er farið fram á að yfirvöld taka úr gildi neyðarlög sem Hosni Mubarak kom á meðan byltingunni stóð. Lögin gefa lögreglunni nær ótakmarkað vald til að berja aftur mótmælendur.

Hitastig náði tæpum 20 gráðum

Hitastig hækkaði mikið um hádegisbilið við Skaftafell undir Öræfajökli. Á tímabili náði hitinn tæpum 20 gráðum en skömmu síðar lækkaði hitastigið aftur og stendur nú í 11 gráðum.

Þjófur dæmdur í fangelsi

Tvítug stúlka var dæmd í átta mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár, í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir þjófnaði. Stúlkan stal snyrtivörum í Lyfju við Smáratorg í Kópavogi fyrir samtals tæplega 23 þúsund krónur og þá braust hún inn í íbúðarhúsnæði í Reykjavík og stal þaðan meðal annars flatskjá, iPod, sjónvarpsflakka og Nintendo-leikjatölvu. Hún játaði brott sitt fyrir dómi en með brotunum rauf hún skilorð frá árinu 2008.

Stærsta Boeing-flugvél í heimi í Keflavík

Ný Boeing 747 breiðþota er nú hér á landi við prófanir á Keflavíkurflugvelli. Þotan er stærsta farþegaflugvél sem Boeing hefur smíðað og á að vera sparneytnari, hljóðlátari og umhverfisvænni en fyrri vélar félagsins.

Veðurblíða á Englandi

Veðrið hefur leikið við breta síðustu daga og nú er talið að dagurinn í dag verði sá heitasti hingað til. Það er hins vegar morgundagurinn sem flestir bíða eftir en búist er við að hitinn muni fara yfir 29.4 gráður og þar með slá hitametið frá 1984. Afar sjaldgæft er að hitinn í Englandi sé svo nálægt 30 gráðum. Veðurblíðan mun að öllum líkindum haldast fram yfir helgi og eitthvað inn í næstu viku.

Íslenska Kristskirkjan fékk 2,5 milljóna króna styrk

Íslenska Kristskirkjan fékk styrk upp á tvær og hálfa milljón króna frá Reykjavíkurborg á síðasta ári. Borgin hafnaði styrkbeiðni frá söfnuðinum í ár vegna skoðana safnaðarmeðlima á kynlífi samkynhneigðra.

Japanir hanna sína eigin Örk

Japanskt fyrirtæki kynnti í dag björgunarhylki sem ætlað er til að bjarga mannslífum þegar fljóðbylgja skellur á ströndum landsins. Hylkið rúmar fjóra einstaklinga og er málað áberandi gulum lit svo að auðvelt sé að finna það. Við fyrstu sýn lítur hylkið út eins og risavaxinn tennisbolti. Hylkið er kallað Örkin. Talsmenn fyrirtækisins tóku fram að Örkina má einnig nota sem leiktæki fyrir börn.

Skotárás í London

Þrjár stúlkur á aldrinum 17-19 ára særðust í skotárás í Londoní gær. Árásin átti sér stað í Kensington í vesturhluta borgarinnar. Talið er að skotið hafi verið úr bíl á stúlkurnar þar sem þær stóðu við götuna. Ein stúlknanna var flutt til aðhlynningar í sjúkrabíl, en hinar tvær komu sér sjálfar á spítalann. Árásin hefur vakið mikinn óhug í Londonog er hún áminning um þá miklu hörku sem undirheimar borgarinnar einkennast af.

Lífverði Jacksons var skipað að fela lyfjaglösin

Réttarhöldin yfir einkalækni poppgoðsins Michael Jacksons standa nú sem hæst. Conrad Murray hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi en Jackson lést af völdum of stórs lyfjaskammts á heimili sínu í Kalíforníu í júní 2009. Lífvörður Jacksons kom fyrir réttinn í gær sem vitni og lýsti því hvernig Murray hafi skipað honum að fela lyfjaglös sem voru í svefnherbergi Jacksons áður en hann hringdi á sjúkrabíl.

Þrjár ferðir Baldurs felldar niður - óljóst um þá síðustu

Vegna ölduhæðar hafa þrjár fyrstu ferðir Baldurs frá og til Eyja verið fellsdar niður í dag. Í tilkynningu frá Eimskipi segir að útlitið með fjórðu og síðustu ferðina sé einnig slæmt en ákvörðun um hvort hún verði farin verður tekin á næstunni.

Stal snyrtivörum og kýldi öryggisvörð

Tuttugu og átta ára gamall karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna, þjófnað og líkamsárás.

Dylan sakaður um höfundarréttarbrot

Þjóðlagatónlistarmaðurinn Bob Dylan stendur í ströngu þessa dagana. Fyrr í vikunni opnaði hann sýningu á málverkum sínum í New York. Dylan sagði verkin vera innblásin af upplifunum sínum af Asíu og framandi menningarheimum. En gagnrýnendur tóku fljótt eftir því sum verkin svipuðu mjög til verka þekktra ljósmyndara.

Dæmdur fyrir kannabisræktun

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fjörutíu og fjögurra ára gamlan mann í fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir að hafa í vörslu sinni 168 kannabisplöntur, tæplega 286 grömm af kannabislaufum og fyrir að hafa um nokkurt skeið staðið að ræktun kannabisplantna. Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi en hann hefur ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi áður svo kunnugt sé, segir í dómnum.

Utanríkisráðherra Noregs hitti Jóhönnu

Utanríkisráðherra Noregs, Jonas Gahr Støre, átti fund með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu við Lækjartorg í morgun en að því búnu hélt norski ráðherrann, ásamt fylgdarliði, í Alþingishúsið til fundar við utanríkismálanefnd Alþingis.

Medvedev lofar löglegum kosningum

Forseti Rússlands, Dmitry Medvedev, sagði í viðtali fyrir stuttu að það væri rússneska þjóðin sem hefði lokaorðið í forsetakosningunum á næsta ári. Talsverðar áhyggjar eru meðal fólks að atkvæði þeirra hafi lítil áhrif í pólitísku landslagi þar sem einn flokkur hefur verið við völd í tíu ár - einmitt flokkur Vladimir Putin, Sameinað Rússland.

Sjá næstu 50 fréttir