Innlent

Datt í það og þarf að ljúka refsingu

Hæstiréttur.
Hæstiréttur.
Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli gegn þrítugum karlmanni sem var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi gegn því að hann leitaði sér aðstoðar við vímuefnafíkn sinni.

Maðurinn var dæmdur í tveggja og hálfs árs langt fangelsi í Héraðsdóm Reykjavíkur í febrúar á þessu ári. Dómurinn var skilorðsbundinn með því skilyrði að gengist undir dvöl á hæli í allt að 1 ár í því skyni að venja hann af neyslu áfengis eða deyfilyfja. Héraðsdómur hafði dæmt manninn til þess að ljúka afplánun.

Maðurinn hélt til Svíþjóðar eftir að hann var dæmdur, þar sem hann ætlaði í meðferð. Hann snéri þó aftur um miðjan ágúst, og var þá þegar tekinn fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Lögreglan hafði afskipti af manninum í sex skipti frá því hann kom heim og dómur féll í héraði.

Maðurinn þarf því að ljúka eftirstöðvum refsingarinnar þar sem hann féll á bindindinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×