Noregur treystir áfram á EES, sama hvað Ísland gerir Kristján Már Unnarsson skrifar 30. september 2011 19:45 Innganga Íslands í Evrópusambandið mun ekki breyta þeirri afstöðu Noregs að halda fast í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, segir Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs. Hann hóf opinbera heimsókn til Íslands á Akureyri í gær. Norski utanríkisráðherrann hóf daginn á fundi með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra en úr Stjórnarráðinu hélt Jonas Gahr Støre í Alþingishúsið til fundar við utanríkismálanefnd. Málefni Norðurslóða og aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið voru helstu umræðuefnin en Jonas býst ekki við að umsókn Íslands ýti undir það að Noregur sæki um aðild á næstu árum og segir Norðmenn ætla að treysta áfram á EES-saminginn. „Ég tel að niðurstaðan hvað varðar Ísland breyti því ekki, en sjáum til," segir ráðherrann, og bætir við: „Það er ljóst að Norðmenn fylgjast grannt með niðurstöðu Íslendinga og hverju þeir ná fram í samningunum." Sem stendur er það EES-samningurinn sem gildir. „Það sem er fast í hendi þar til Ísland hefur náð niðurstöðu er að við erum saman í EES-samsatarfinu. Noregur telur mikilvægt að halda sig við EES sem góða undirstöðu, hvort sem Ísland hættir í því eða verður áfram í því," segir hann. Daginn áður en Jonas hélt til Íslands hitti hann ungmenni á sjúkrahúsi sem lifðu af hryðjuverkaárásina í Útey. „Það var tilfinningaþrungið því ég hef fylgst með ungmennunum frá því atburðurinn hræðilegi átti sér stað. Ég var á Útey deginum áður en árásin var gerð og ég þekkti mörg þessarra ungmenna. Sum þeirra liggja enn á sjúkrahúsum í endurhæfingu og eru sum alvarlega sköðuð," segir Støre. „Það er mikilvægt að fylgjast með þeim og styðja þau, hitta þau og fjölskyldur þeirra og gefa sér tíma í það því þau munu eiga lengi í þessu. Það gengur mjög vel hjá mörgum þeirra en mörg þeirra munu eiga erfitt á næstu vikum og mánuðum og við verðum að fylgjast náið með þeim." Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Innganga Íslands í Evrópusambandið mun ekki breyta þeirri afstöðu Noregs að halda fast í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, segir Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs. Hann hóf opinbera heimsókn til Íslands á Akureyri í gær. Norski utanríkisráðherrann hóf daginn á fundi með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra en úr Stjórnarráðinu hélt Jonas Gahr Støre í Alþingishúsið til fundar við utanríkismálanefnd. Málefni Norðurslóða og aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið voru helstu umræðuefnin en Jonas býst ekki við að umsókn Íslands ýti undir það að Noregur sæki um aðild á næstu árum og segir Norðmenn ætla að treysta áfram á EES-saminginn. „Ég tel að niðurstaðan hvað varðar Ísland breyti því ekki, en sjáum til," segir ráðherrann, og bætir við: „Það er ljóst að Norðmenn fylgjast grannt með niðurstöðu Íslendinga og hverju þeir ná fram í samningunum." Sem stendur er það EES-samningurinn sem gildir. „Það sem er fast í hendi þar til Ísland hefur náð niðurstöðu er að við erum saman í EES-samsatarfinu. Noregur telur mikilvægt að halda sig við EES sem góða undirstöðu, hvort sem Ísland hættir í því eða verður áfram í því," segir hann. Daginn áður en Jonas hélt til Íslands hitti hann ungmenni á sjúkrahúsi sem lifðu af hryðjuverkaárásina í Útey. „Það var tilfinningaþrungið því ég hef fylgst með ungmennunum frá því atburðurinn hræðilegi átti sér stað. Ég var á Útey deginum áður en árásin var gerð og ég þekkti mörg þessarra ungmenna. Sum þeirra liggja enn á sjúkrahúsum í endurhæfingu og eru sum alvarlega sköðuð," segir Støre. „Það er mikilvægt að fylgjast með þeim og styðja þau, hitta þau og fjölskyldur þeirra og gefa sér tíma í það því þau munu eiga lengi í þessu. Það gengur mjög vel hjá mörgum þeirra en mörg þeirra munu eiga erfitt á næstu vikum og mánuðum og við verðum að fylgjast náið með þeim."
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira