Erlent

Mótmælt á Tahrir torgi

Krafist er þess að neyðarlögin verði felld úr gildi.
Krafist er þess að neyðarlögin verði felld úr gildi. mynd/AFP
Þúsundir mótmælenda er enn á ný samankomnir á Tahrir torgi í Kaíró. Aðgerðasinnarnir krefast þess að herstjórnin komi völdum til fólksins. Enn fremur er farið fram á að yfirvöld taka úr gildi neyðarlög sem Hosni Mubarak kom á meðan byltingunni stóð. Lögin gefa lögreglunni nær ótakmarkað vald til að berja aftur mótmælendur.

Herstjórnin hefur ákveðið að kosningar verði haldnar 28. nóvember en mótmælendur eru varhuga um skipulag þeirra og telja stuðningsmenn Mubarak eiga auðvelt með að komast aftur til valda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×