Innlent

Fölsuð Casio-úr seld Íslendingum

Á efri myndinni má sjá fölsuðu úrin en á þeirri neðri eru ekta úrin.
Á efri myndinni má sjá fölsuðu úrin en á þeirri neðri eru ekta úrin.
Í sumar hefur töluvert borið á vefsíðum, til að mynda á Facebook, sem gerðar eru út af íslenskum aðilum þar sem fölsuð Casio tölvuúr eru auglýst til sölu sem ekta.

Samkvæmt upplýsingum frá Tollgæslu ríkisins eru þessi úr í skærum litum með dökkum ramma í glerinu. Ekta Casio úr frá framleiðanda hafa hinsvegar ekki þennan dökka ramma heldur er rammi í glerinu samlitur ólinni og kassanum.

Tollgæslan segir að Casio-úr séu eingöngu seld á Íslandi hjá viðurkenndum aðilum sem veita alhliða þjónustu. Hér er ekki einungis um að ræða brot á vörumerkjarétti Casio, heldur eru kaupendur blekktir.

Þessi fölsuðu úr er ekki hægt að þjónusta á nokkurn hátt þar sem varahlutir eru ekki til.

Ábendingum vegna falsaðra vara í umferð er hægt að koma á framfæri á vefnum Falsanir.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×