Innlent

Dæmdur fyrir kannabisræktun

Kannabis
Kannabis
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fjörutíu og fjögurra ára gamlan mann í fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir að hafa í vörslu sinni 168 kannabisplöntur, tæplega 286 grömm af kannabislaufum og fyrir að hafa um nokkurt skeið staðið að ræktun kannabisplantna. Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi en hann hefur ekki gerst sekur um refsiverða háttsemi áður svo kunnugt sé, segir í dómnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×