Erlent

Merkel gagnrýnir Netanyahu

Benjamin Netanyahu og Angela Merkel.
Benjamin Netanyahu og Angela Merkel. mynd/AFP
Angela Merkel segir að ákvörðun Ísraelsmanna um að reisa fleiri byggingar í austur-Jerúsalem vekja spurningar um hvort að yfirvöld þar í landi séu yfir höfuð reiðubúin til að komast að samkomulagi við Palestínu.

Merkel segir það nauðsynlegt fyrir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, að svara slíkum spurningum. Merkel hefur hvatt Ísrael og Palestínu til að vinna að lausn í málinu og að í millitíðinni ættu báðir aðilar að hætta við aðgerðir sem aftrað geta fyrir sáttarferlinu.

Yfirvöld Palestínu hafa fordæmt áforminl. Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar hafa einnig lýst yfir vonbrigðum sínum vegna fyrirhugaðra aðgerða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×