Innlent

Sló stúlku hnefahöggi og hrinti annarri niður stiga

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur Mynd/365
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi karlmann á þrítugsaldri í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í morgun. Maðurinn réðst á tvær stúlkur á skemmtistað í Reykjavík í janúar á síðasta ári. Hann sló aðra þeirra en hrinti hinni niður stiga með þeim afleiðingum að hún rifbrotnaði og hlaut fleiri áverka. Maðurinn neitaði sök en dómurinn taldi sannað, meðal annars samkvæmt framburði vitna, að maðurinn hefði ráðist á stúlkurnar. Hann var dæmdur til að greiða annarri stúlkunni 150 þúsund krónur í bætur en hinni 250 þúsund krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×