Erlent

Urban OS mun stjórna taugakerfi stóborgarinnar

Milljarðar skynjara munu mynda taugakerfi stórborgar framtíðarinnar.
Milljarðar skynjara munu mynda taugakerfi stórborgar framtíðarinnar.
Vísindamenn telja að stórborg framtíðarinnar muni stjórna sér sjálf og geti fylgst náið með þegnum sínum. Steve Lewis stjórnar hugbúnaðarþróun hjá fyrirtækinu Living PlanIT. Stýrikerfið kallast Urban OS og verið er að setja upp fyrstu útgáfu þess í Portúgal.

Með því að tengja milljónir skynjara við sérhannað stýrikerfi mun borg framtíðarinnar geta stjórnað umferð, fylgst með sjúklingum, aðgætt hitastig á heimilum o.fl. Þannig má stytta allan viðbragðstíma þegar hætta skapast. Til dæmis gæti borgin stjórnað umferðaræðum sínum svo að brunabílar séu fyrr komnir á áfangastað. Að auki myndi borgin sjá um sorphirðu, skólplagnir og lýsingu. Vísindamenn telja að meðalstór borg þyrfti í kringum 50 milljarða skynjara til geta sinnt þörfum íbúa sinna.

Skynjarar yrðu settir í öll hús svo að mögulegt sé að fylgjast með ástandi þeirra - borgin myndi síðan gera viðvart þegar bygging þarfnast viðgerðar. Kerfið yrði margfalt ódýrara en gengur og gerist í stórborgum því mögulegt væri að koma í veg fyrir tjón á mun skilvirkari hátt.

Hugmyndir eins og þessi hafa komið upp áður en hingað til hefur verkefnið verið talið ómögulegt. Með tugum milljarða skynjara myndi gagnamagnið vera gríðarlegt og núna bendir þróun örgjörva til að vinnsluminnið sem þarf fyrir slíkt verkefni sé nú innan handar.

Vísindamenn telja slíkt stýrikerfi vera nauðsynlegt. Stórborgir heimsins stækka sífellt og vandamálin verða fleiri frá degi til dags. Stýrikerfið yrði algjörlega sjálfstætt svo ekkert vinnuafl væri nauðsynlegt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×