Erlent

Dylan sakaður um höfundarréttarbrot

Dylan á tónleikum.
Dylan á tónleikum.
Þjóðlagatónlistarmaðurinn Bob Dylan stendur í ströngu þessa dagana. Fyrr í vikunni opnaði hann sýningu á málverkum sínum í New York. Dylan sagði verkin vera innblásin af upplifunum sínum af Asíu og framandi menningarheimum. En gagnrýnendur tóku fljótt eftir því sum verkin svipuðu mjög til verka þekktra ljósmyndara.

Alls 18 málverk á sýningunni er nú talin vera beinar eftirmyndir af ljósmyndum sem Dylan gróf upp á netinu. Dylan segir málverkin vera byggða á sínu eigin lífi og spyr um leið hvaðan annars staðar innblásturinn gæti komið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×