Innlent

Þjófur dæmdur í fangelsi

Tvítug stúlka var dæmd í átta mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár, í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir þjófnaði. Stúlkan stal  snyrtivörum í Lyfju við Smáratorg í Kópavogi fyrir samtals tæplega 23 þúsund krónur og þá braust hún inn í íbúðarhúsnæði í Reykjavík og stal þaðan meðal annars flatskjá, iPod, sjónvarpsflakka og Nintendo-leikjatölvu. Hún játaði brott sitt fyrir dómi en með brotunum rauf hún skilorð frá árinu 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×