Erlent

Hægt að vinna lýtaaðgerðir í spilavíti

Bótox aðgerð.
Bótox aðgerð.
Spilavíti í Atlanta hefur ákveðið að bregða út af vananum og verðlauna fjárhættuspilara með nýstárlegum vinningi. Þannig verður einn fjárhættuspilari dreginn úr potti þann 29. október næstkomandi og fær hann 25 þúsund dollara til þess að eyða í lýtaaðgerðir.

Lýtaaðgerðir í Bandaríkjunum er gríðarlega dýrar. Þannig kostar fimm þúsund dollara að fara í brjóstastækkun. Kostnaðurinn getur farið mest upp í tíu þúsund dollara fyrir eina aðgerð.

Forstjóri spilavítisins segist hafa viljað breyta til og auglýsa spilavítið með öðruvísi hætti en hingað til hefur verið gert.

Þeir sem spila í fjárhættuspilunum fá ákveðin stig og verða að vera að spila þegar vinningshafinn er dreginn út.

Þá er sérstaklega tekið fram að vinningshafinn fær reiðufé í hendurnar sem hann getur eytt í eitthvað allt annað sé hann sáttur við útlitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×