Erlent

Japanir hanna sína eigin Örk

Örkin kynnt fyrr í dag.
Örkin kynnt fyrr í dag.
Japanskt fyrirtæki kynnti í dag björgunarhylki sem ætlað er til að bjarga mannslífum þegar fljóðbylgja skellur á ströndum landsins. Hylkið rúmar fjóra einstaklinga og er málað áberandi gulum lit svo að auðvelt sé að finna það. Við fyrstu sýn lítur hylkið út eins og risavaxinn tennisbolti. Hylkið er kallað Örkin. Talsmenn fyrirtækisins tóku fram að Örkina má einnig nota sem leiktæki fyrir börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×