Innlent

Hitastig náði tæpum 20 gráðum

Skaftafell
Skaftafell mynd/getty
Hitastig hækkaði mikið um hádegisbilið við Skaftafell undir Öræfajökli. Á tímabili náði hitinn tæpum 20 gráðum en skömmu síðar lækkaði hitastigið aftur og stendur nú í 11 gráðum.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er ástæðan fyrir þessari miklu hækkun sú að austanátt kom ofanaf jökli í morgun. Þetta fyrirbæri nefnist hnjúkaþeyr og er algengt fyrirbæri víðsvegar um heim.

Þegar hnjúkaþeyr á sér stað þrýstist rakt loft upp fjallshlíðar. Þegar þrýstingur svo hækkar minnkar rakamagn loftsins. Eftir verður þurrara loft sem á auðveldara með að hitna. Þegar loft rennur niður fjallshlíðarnar verður meiri varmi en áður í loftinu svo að hitastig á jafnsléttu skýst upp með fyrrgreindum afleiðingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×