Erlent

Medvedev lofar löglegum kosningum

Medvedev og Pútín munu skipta um stóla á næsta ári.
Medvedev og Pútín munu skipta um stóla á næsta ári. mynd/AFP
Forseti Rússlands, Dmitry Medvedev, sagði í viðtali fyrir stuttu að það væri rússneska þjóðin sem hefði lokaorðið í forsetakosningunum á næsta ári. Talsverðar áhyggjar eru meðal fólks að atkvæði þeirra hafi lítil áhrif í pólitísku landslagi þar sem einn flokkur hefur verið við völd í tíu ár - einmitt flokkur Vladimir Putin, Sameinað Rússland.

Síðustu helgi birti Pútín áform sín um að sækjast eftir forsetaembættinu á ný og að kollegi hans, sitjandi forseti Dmitry Medvedev, tæki við embætti Pútíns sem forsætisráðherra. Forseti Rússlands situr sex ár í senn og má sitja í tvö tímabil. Sigri Pútín í kosningum og náí síðan endurkjöri mun valdatíð hans enda árið 2024.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×