Erlent

Veðurblíða á Englandi

Veðurblíða í Lundúnum.
Veðurblíða í Lundúnum.
Veðrið hefur leikið við breta síðustu daga og nú er talið að dagurinn í dag verði sá heitasti hingað til. Það er hins vegar morgundagurinn sem flestir bíða eftir en búist er við að hitinn muni fara yfir 29.4 gráður og þar með slá hitametið frá 1984. Afar sjaldgæft er að hitinn í Englandi sé svo nálægt 30 gráðum. Veðurblíðan mun að öllum líkindum haldast fram yfir helgi og eitthvað inn í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×