Innlent

Stal snyrtivörum og kýldi öryggisvörð

Garðatorg í Garðabæ
Garðatorg í Garðabæ
Tuttugu og átta ára gamall karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna, þjófnað og líkamsárás.

Maðurinn var meðal annars dæmdur fyrir þjófnað og líkamsárás í Hagkaup í Garðabæ í apríl á síðasta ári. Þar stal hann snyrtivörum fyrir um 23 þúsund krónur og var stoppaður af öryggisverði þegar hann var kominn framhjá afgreiðslukassanum.

Þá veittist hann að honum með því að slá hann hnefahöggum í andlitið og líkama.  Öryggisvörðurinn „hlaut glóðarauga á vinstra auga, mar á augnloki og augnsvæði, bólgu yfir báðum kinnum, yfirborðsáverka á efri útlimum og öðrum hlutum höfuðs,“ segir í dómnum.

Þá var hann þrisvar sinnum staðinn að því að aka bifreið undir áhrifum ávana- og fíkniefna.

Hann játaði brot sín og var sviptur ökurétti í fjögur ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×