Erlent

Kongómaður vill Tinna úr verslunum

Mondondo er ekki ánægður með efnistök Herge.
Mondondo er ekki ánægður með efnistök Herge.
Kongómaðurinn Mbutu Mondondo hefur farið fram á við dómstóla í Brussel að hin víðfræga teiknimyndabók Herges, Tinni í Kongó, verði tekinn úr umferð. Ástæðan fyrir þessu liggur í birtingarmynd Afríkubúa í bókinni sem Mondondo telur vera hlaðna kynþáttafordómum. Tinni í Kongó var gefin út árið 1931 og í seinni útgáfum hefur fordómafullt orðabragð verið lagað. Í enskri útgáfu bókarinnar er varað við efnistökunum og minnt á að mikilvægt sé að sjá verkið í ljósi útgáfutíma síns.

Mondondo krefst þess að núverandi útgáfa bókarinnar hverfi úr hillum verslana. Lögmaður Mondondo segir efni hennar þess eðlis að þær ýta undir yfirburði eins kynþáttar yfir öðrum. Mondondo tekur fram að hann sé ekki sé hægt að sakast við höfund Tinna bókanna enda sé Herge barn síns tíma. Búist er við dómsúrskurði innan tveggja mánaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×