Innlent

Sýnishorn úr Hollywood-mynd Baltasars

Fyrsta sýnishornið úr Hollywood-kvikmyndinni Contraband, sem Baltasar Kormákur leikstýrir og er byggð á íslensku myndinni Reykjavík-Rotterdam, er nú komin á internetið.

Óskar Jónasson leikstýrði Reykjavík-Rotterdam og lék Baltasar sjálfur eitt aðalhlutverkið. Í Hollywood-útgáfunni eru þeir Óskar og Arnaldur Indriðason skráðir handritshöfundar ásamt Aaron Guzikowski.

Myndin skartar frægum leikurum og fer sjálfur Mark Wahlberg með aðalhlutverkið. Á meðal annarra leikara eru Kate Beckinsale, Ben Foster, Giovanni Ribisi og Lukas Haas.

Í sýnishorninu sést einnig bregða fyrir Ólafi Darra Ólafssyni leikara.

Myndin verður frumsýnd 13 janúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×