Fleiri fréttir

Papandreu reynir að sannfæra Evrópumenn

Georg Papandreu forsætisráðherra Grikklands heldur áfram að reyna sannfæra ráðamenn í Evrópu um að þjóð hans geti tekist á við hinn mikla niðurskurð sem nauðsynlegur er talinn til að Grikkir fái frekari lánafyrirgreiðslu.

Vítisenglar: Samtals dæmdir í 130 ára fangelsi

15 menn sem allir tengjast Vítisenglum í Danmörku voru í gær dæmdir í samtals 130 ára fangelsi. Einna þyngsta dóminn fékk Brian Sandberg, einn leiðtoga Vítisengla í landinu en hann var dæmdur í tæplega tólf ára fangelsi fyrir morðtilraun og fyrir að skipa öðrum að fremja morð.

Óásættanlegt að bregðast ekki við

Lögmaður foreldra sem tekið hafa unga dóttur sína úr skóla á Akranesi segir óásættanlegt ef yfirvöld í bænum ætla ekki að taka á málinu. Í skólanum hefur telpan reglulega hitt unglingspilt sem nýlega kom í ljós að hefur brotið gegn henni kynferðislega.

Hafnfirsku veiðifélagi helst illa á sófasettum

„Koníaksbrúnu, vönduðu leðursófasetti var stolið frá okkur,“ segir Hans Unnþór Ólason, formaður Stangveiðifélags Hafnarfjarðar (SVH), sem um helgina varð fyrir barðinu á þjófum sem heimsóttu veiðihús félagsins við Djúpavatn.

Græna hagkerfið verður eflt

Íslenskt atvinnulíf hefur fjölmörg sóknarfæri á sviði grænnar atvinnusköpunar. Þetta er niðurstaða nefndar Alþingis um eflingu græna hagkerfisins sem skilaði af sér skýrslu um málið í gær.

Haraldur kallar málflutning Gylfa „kjaftæði“

Bændasamtök Íslands gera alvarlegar athugasemdir við málflutning Gylfa Arnbjörnssonar, forseta Alþýðusambands Íslands, um matvælaverð og verðbólgu. Haraldur Benediktsson, formaður samtakanna, sagði í samtali við Ríkisútvarpið í gær að málflutningur Gylfa væri „kjaftæði“.

Gagnaverið tekur til starfa fyrir áramót

Fyrstu einingunni í gagnaver Verne Holding á Ásbrú í Reykjanesbæ verður skipað upp í Keflavík innan tveggja vikna. Gert er ráð fyrir því að starfsemi hefjist suður með sjó á næstu mánuðum.

Líkamsárás og áfengisstuldur

Tvítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir hættulega líkamsárás, vopnalagabrot og innbrot á Selfossi.

Bókaútgáfa greiði 25 milljóna sekt

Bókaútgáfunni Forlaginu er gert að borga 25 milljóna króna sekt fyrir brot á banni við birtingu smásöluverðs bóka og banni við því að mismuna bóksölum með afsláttarkjörum. Forlagið varð til 2008 með samruna JPV útgáfu ehf. og Vegamóta ehf. Þegar Samkeppniseftirlitið skoðaði samrunann setti Forlagið fram hugmyndir að skilyrðum til að ryðja burt samkeppnishindrunum.

Þjóðverjar ætla að vera með

Þýska þingið samþykkti í gærmorgun hlutdeild Þýskalands í stækkun neyðarsjóðs Evrópusambandsins, sem á að styrkja stöðugleika evrunnar með því að koma nauðstöddum evruríkjum til hjálpar.

Rík krafa lögreglumanna að fá verkfallsrétt

Á fjórða hundrað lögreglumanna gengu fylktu liði frá lögreglustöðinni við Hverfisgötu að fjármálaráðuneytinu um miðjan dag í gær. Með þessari samstöðugöngu vildu þeir undirstrika óánægju sína með niðurstöðu gerðardóms um kjaramál lögreglumanna.

Stofnaði lífi tveggja í hættu

Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir umferðarlagabrot og að stofna lífi tveggja í hættu.

20 milljónir úr fatakaupum

Rauði kross Íslands afhendir 20 milljón króna framlag fatasöfnunarverkefnis til neyðaraðstoðar í Sómalíu á föstudag. Fjármagnið er fengið fyrir sölu á fatnaði sem fólk gefur Rauða krossinum.

Himnahöllin á braut um jörðu

Eldflaug sem bar fyrsta hluta kínverskrar geimstöðvar út í geim var skotið á loft frá Góbí-eyðimörkinni í gær. Geimstöðin, sem nefnd hefur verið Himnahöllin, verður ómönnuð til að byrja með en til stendur að senda geimfara um borð á næsta ári.

Hátekjuskatturinn varla lengur í myndinni

„Þetta verður búið þegar það er búið,“ hafa danskir fjölmiðlar eftir Helle Thorning-Schmidt, leiðtoga danska Sósíaldemókrataflokksins, sem talin er langt komin með stjórnarmyndunarviðræður við hina flokka vinstri blokkarinnar.

Sjómenn í vondu formi - áhöfn missti samanlagt einn mann

Forvarnarverkefni sem ætlað er að bæta heilsu íslenskra sjómanna hefur skilað góðum árangri með því að fækka veikindardögum og lækka slysatíðni. Forvarnarfulltrúi segir mikla þörf á slíkri íhlutun þar sem stéttin sé almennt illa á sig komin.

Fékk heilablóðfall og fór að tala með kínverskum hreim

Hin tæplega fimmtuga Debbie McCann, sem er fædd og uppalin í Skotlandi, fékk heilablóðfall í nóvember á síðasta ári. Í fyrstu gat Debbie ekki talað en þegar hún fékk loksins málið á ný kom í ljós að hún talaði með kínverskum hreim.

Síðasti bóndinn vill ekki verða algert fífl

Síðasti sauðfjárbóndinn á vestasta kjálka Íslands óttast mest að tófan geti riðið búskapnum að fullu. Hann segir fjölskylduna staðráðna í að halda áfram en þau þurfi að passa sig á að verða ekki skrýtin í einangruninni.

Jóhanna Sigurðardóttir: Kvótafrumvarpið gallað og rannsókn of hæg

Jóhanna Sigurðadóttir forsætisráðherra sagði það rangt sem ríkisstjórnin hefur verið sökuð um, að hún láti sitt eftir liggja í atvinnusköpun hér á landi. Hún sagði í viðtali í Kastljósi, sem var í raun nokkurskonar fyrirspurnartími, að ríkisstjórnin væri búin að greiða fyrir atvinnusköpun hér á landi fyrir 80 milljarða króna. Þannig væru stórar fjárfestingar í gangi, meðal annars á Suðvesturhorni landsins sem og á Norðausturhorninu.

Sakaður um að nauðga samfanga sínum

Fangi, sem hefur setið inni í fangelsi í nokkur ár, er grunaður um að hafa nauðgað samfanga sínum. Maðurinn hlaut á sínum tíma fjórtán ára fangelsi samkvæmt kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

Svartur vetur framundan

Verkefnaskortur og samdráttur varð til þess að Skipti, móðurfélag Símans og Skjásins, og Íslenskir aðalverktakar tilkynntu um fjöldauppsagnir í dag. Forseti Alþýðusambands Íslands hefur áhyggjur af atvinnuástandinu á komandi vetri.

Vinnuhópur myndaður til þess að þoka málum lögreglumanna í rétta átt

Fulltrúar Landssambands lögreglumanna áttu fund með fjármálaráðherra, ráðuneytisstjórum forsætis-, fjármála- og innanríkisráðuneytisins, meðlimum samninganefndarinnar og aðstoðarmanni fjármálaráðherra vegna óánægju lögreglumanna með úrskurð gerðadóms um kjaramál lögreglumanna.

Dætur Mandela í raunveruleikaþætti

Verið að skipuleggja raunveruleika-sjónvarpsþátt um Mandela fjölskylduna. Nánar tiltekið verður fylgst með dætrum Mandela og ríkmannlegu lífi þeirra í Höfðaborg. Dæturnar þrjár fluttust allar erlendis til að stunda nám en núna eru þær snúnar aftur. Framleiðendur þáttarins telja þetta frábært tækifæri fyrir íbúa Suður-Afríku til að kynnast raunverulegum sjálfstæðum konum. Þetta er hin nýja Afríka segja framleiðendurnir.

Interpol eltir son Gaddafi

Hin tímabundna ríkisstjórn Líbíu hefur beðið Interpol um setja út alþjóðlega handtökuheimild á hendur Saadi, sem er einn af sonum Muammars Gaddafi. Þetta er í fyrsta sinn sem yfirvöld í Líbíu hafa biðlað til Interpol en áður hafði stofnunin sett fyrrum einræðisherrann, elsta son hans og arftaka Saif al-Islam og fyrrum hernaðarráðgjafa Gadaffi, Abdullah al-Senussi, á sérstakan lista yfir ódæðismenn.

Muna að festa trampólínin í kvöld

Leiðindaveðri er spáð á höfuðborgarsvæðinu og vill lögreglan minna fólk á að festa lausamuni eða koma þeim í skjól. Þetta á ekki síst við um trampólín en þau eiga það til að fjúka þegar hvessir. Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu næsta sólarhringinn eru vaxandi austanátt og rigning, 8-15 í kvöld en 13-18 í nótt. Suðlægari 13-20 og skúrir á morgun. Hiti 8 til 13 stig.

Örlæti í Japan

Mikið magn peninga fannst á almenningsklósetti í Japan fyrr dag. Upphæðin, 10 milljón yen, samsvarar rúmlega fimmtán milljónum íslenskra króna. Á miða sem fannst hjá peningunum kom fram að þeir væru ætlaðir til hjálparstarfs á hamfarasvæðunum í Japan eftir flóðbylgjuna fyrr á þessu ári. Velgjörðamaðurinn tók það einnig fram að hann væri einsamall og lifði einföldu lífi, það væru aðrir sem ættu að njóta góðs af peningunum.

Strauss-Kahn hittir ásakanda sinn

Dominique Strauss-Kahn var glaðbeittur þegar hann yfirgaf lögreglustöð í miðborg Parísar í dag. Á fundi í lögreglustöðinni hitti Strauss-Kahn ásakanda sinn, Tristane Banon, sem segir hann hafa nauðgað sér árið 2003. Fundir eins og þessir eru algengir í Frakklandi en þar hittast báðir aðilar málsins fyrir dómara og ákveðið er hvernig áskönunum og réttarhaldi verði háttað.

Ísland getur skipað sér í fremstu röð sem grænt hagkerfi

Ísland getur skipað sér í fremstu röð á alþjóðavettvangi sem grænt hagkerfi, með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, nýsköpun og menntun til sjálfbærni. Þetta er ein af niðurstöðum nefndar Alþingis um eflingu græns hagkerfis, sem kynnti skýrslu sína á fréttamannafundi í dag.

Ekki aftur...

Heimsbyggðin andaði léttar þegar gervihnöttur NASA hrapaði fyrr í vikunni á afskekktum stað í suður-Kyrrahafi. En núna virðist mannkynið þurfa að endurtaka leikinn því þýski gervihnötturinn ROSAT verður í frjálsu falli snemma í nóvember næstkomandi. Sporbraut gervihnattarins er á milli 53 lengdargráðu norðurs og suðurs. Sem þýðir hættusvæðið teygist milli Kanada og suður-Ameríku og gengur þvert meðfram jörðinni.

Spielberg leikstýrir Móses

Tilkynnt var í dag að Steven Spielberg ætli að leikstýra og framleiða kvikmynd byggða á ævi hebreska trúarleiðtoganum Móses. Kvikmyndin er ekki endurgerð á Boðorðunum tíu frá árinu 1956 en efnistökin eru þó að sjáfssögðu svipuð. Warner bros þróa verkefnið en á næstu mánuðum mun fyrirtækið einnig frumsýna kvikmynd byggða á ljóði John Miltons, Paradísarmissi.

Ragnhildur Gísladóttir á Norrænum músíkdögum

Ragnhildur Gísladóttir söngkona, Sólrún Sumarliðadóttir sellóleikari úr Aaminu og Hafdís Bjarnadóttir, jazzgítarleikari, spila frumsamin tónverk og hljóðgjörninga á Norrænum músíkdögum í Eldborg í Hörpu í næstu viku.

Rosalegt verkefni framundan

„Það er rosalegt verkefni framundan. Þetta eru fjörtíu milljónir sem mig vantar og ég er bara rétt kominn yfir þrjár," segir Guðmundur Felix Grétarsson. Guðmundur Felix hefur vakið töluverða athygli undanfarið eftir að hann greindi frá því að hann eygði möguleika á því að fá græddar á sig hendur.

Garðsapótek ódýrast

Garðsapótek við Sogaveg var oftast með lægsta verðið á lausasölulyfjum þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í apótekum landsins mánudaginn 26. september. Árbæjarapótek Hraunbæ var oftast með hæsta verðið í könnuninni.

Evran styrkist í kjölfar samþykktar um björgunarsjóð

Evran styrktist gegn dollaranum eftir að Angela Merkel og kristilegir demókratar í Þýskalandi samþykktu að stækka björgunarsjóði evrusvæðanna fyrr í dag. Aukið fjármagn í sjóðina gerir evruríkjunum sautján færi á að aðstoða ríki innan sambandssins enn frekar. Mun líklegra er nú að mögulegt sé að aðstoða Grikkland enn frekar á komandi mánuðum en mikil óvissa hefur ríkt í þar síðustu vikur.

Castro hæðist að Obama

Barack Obama sagði nýlega að hann væri reiðubúinn að endurskoða stöðu Bandaríkjanna í garð Kúbu, svo lengi sem yfirvöld þar á bæ sýni vilja til að breyta stjórnarháttum sínum. Bandaríkjaforseti fékk hins vegar kaldar kveðjur frá Fidel Castro í kjölfarið. Í grein sem Castro skrifaði fyrr í vikunni beindi hann orðum að Obama og skaut í kaldhæðni að forsetanum, hversu ótrúlega sanngjarn hann væri eftir allt saman. Í framhaldi velti hann því fyrir sér hvar þessi góðvild hefði verið síðustu fimm áratugi á meðan Bandaríkin hafa viðhaldið viðskiptabanni á Kúbu.

Kröfuganga lögreglumanna að hefjast

Lögreglumenn eru þessa stundina að safnast saman við lögreglustöðina á Hverfisgötu þaðan sem þeir munu halda í kröfugöngu að fjármálaráðuneytinu. Eins og kunnugt er urðu lögreglumenn svekktir og reiðir eftir að gerðardómur kvað upp úrskurð í kjaradeilu þeirra við ríkisvaldið. Telja þeir sig ekki hafa náð frummarkmiði sínu sem var að laun þeirra myndu hækka til samræmis við viðmiðunarstéttir. Óeirðarhópur lögreglunnar er óstarfhæfur vegna þessarar óánægju lögreglunnar með kjör sín.

Tollarar standa með löggunum

Tollvarðafélag Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu Landsambands Lögreglumanna. Í yfirlýsingu á vef tollvarða segir að þeir hafi upplifað sömu „óbilgirni frá ríkisvaldinu“ eins og aðrar starfstéttir sem ekki hafa verkfallsrétt.

19 prósent erlendra ferðamanna komu með Iceland Express

Heildarfarþegafjöldi með Iceland Express hefur aukist um 25,6 prósent fyrstu átta mánuði ársins. 77.100 erlendir ferðamenn komu til Íslands með félaginu, eða um 19 prósent þeirra 406 þúsund útendinga sem komu til landsins með flugi á þessu tímabili. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Iceland Express.

Spænskir vísindamenn þróa nýtt HIV ónæmingarefni

Spænskir vísindamenn hafa lokið tilraunum á nýrri tegund HIV-lyfja. Niðurstöður rannsóknarinnar eru afar jákvæðar og telja vísindamennirnir að lyfið eigi eftir að hjálpa milljónum HIV sjúklinga. 90% af þátttakendum rannsóknarinnar sýndu ofnæmisviðbrögð við HIV vírusnum og 85% héldu viðbrögðunum í heilt ár. Þetta þýðir að lyfið er álíka öflugt og núverandi lyf en möguleikarnir séu þó mun meiri til framtíðar litið.

Sjá næstu 50 fréttir