Erlent

Gleypti óvart hálsfesti frá kærastanum

Kökur. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Kökur. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Tuttugu og tveggja ára gömul kínversk kona gleypti óvænta gjöf frá kærastanum. Kærastinn hafði falið hálsfesti í bollaköku. Kærastan tók ekki eftir hálsfestinni, sem kostaði kærastann rúmlega níutíu þúsund íslenskar krónur.

Tilefnið var afmæli konunnar sem endaði á spítala. Skera þurfti konuna upp til þess að endurheimta hálsfestina.

„Hún fékk hálsfestina til baka að lokum. En ég er ekki viss um að hún muni nokkurntímann bera hana,“ sagði kærastinn vonsvikinn í viðtali við kínverska fjölmiðla. Hann bætti svo við að henni væri sama þó hann hefði þrifið hálsfestina í margar klukkustundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×