Erlent

Þriðji mesti olíufundur í sögu Noregs

Olíuborpallur. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Olíuborpallur. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Gríðarstórar nýjar olíulindir hafa fundist í Norðursjó og er þetta talinn þriðji mesti olíufundur í sögu Noregs. Nýju olíulindirnar eru um 140 kílómetra vestur af Stafangri á svæðum sem kallast Avaldsnes og Aldous. Sérfræðingar telja að þær geymi allt að 2,6 milljarða tunna af olíu.

Norskir fjölmiðlar áætluðu í dag að verðmæti olíunnar gæti numið yfir 23 þúsund milljörðum íslenskra króna en sænska olíufélagið Lundin og norska Statoil eru aðaleigendur vinnsluleyfanna.

Fréttirnar hafa vakið mikla gleði í Noregi í dag og fullyrt er að þessi eini fundur hafi mikil áhrif á efnahag Norðmanna til langrar framtíðar og tryggi að norska olíuævintýrið vari mun lengur en áður var talið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×