Fleiri fréttir Tilboðin himinhátt yfir kostnaðaráætlun Aðeins tvö tilboð bárust í ræsa- og brúagerð á sunnanverðum Vestfjörðum og reyndust bæði svo hátt yfir kostnaðaráætlun að Vegagerðin ákvað að vinna verkið sjálf. Krafa um að verktakar hafi jákvæða eiginfjárstöðu er talin geta skýrt fá tilboð. 26.9.2011 20:15 Úrvalsnámsmaður rekinn úr landi vegna aldurs Kanadískur íslenskunemi við Háskóla Íslands yfirgaf landið í dag að kröfu útlendingastofnunar. Hann er slíkur yfirburðanámsmaður í íslensku að hann er nú á öðru ári í Háskólanum, aðeins sautján ára gamall, en fær ekki að snúa aftur fyrr en hann hefur náð átján ára aldri. 26.9.2011 20:00 Framkvæmdir á Vesturlandsvegi næstu daga Á þriðjudag og miðvikudag er fyrirhugað að vinna við fræsingar og malbikun á vegöxlum á Vesturlandsvegi, ef veður leyfir. 26.9.2011 20:25 Fangaflutningar til Litháen 20 prósent af kostnaði ríkissjóðs Fangaflutningar til Litháen eru rúm tuttugu prósent af kostnaði ríkissjóðs við fangaflutninga til annarra landa síðastliðin tíu ár. Fangar voru fluttir til tuttugu og átta landa á kostnað ríkissjóðs á þessum tíma. 26.9.2011 19:45 Leiguverð komið upp í topp: "Auðvitað eru þetta fáránlega há verð“ Leiguverð á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu er komið upp í topp miðað við greiðslugetu almennings að mati formanns félags leigumiðlara. Slegist er um lausar íbúðir og dæmi um að þriggja herbergja íbúðir séu leigðar út á alltað hundrað og áttatíu þúsund krónur á mánuði. 26.9.2011 19:30 Þarf að varast kjaftasögur og sporna gegn meiðandi skrifum Bæjarstjórinn í Sandgerði segir íbúa bæjarins harmi slegna vegna sjálfsvígs ellefu ára drengs fyrir helgi. Hún hvetur Sandgerðinga til að sýna samstöðu, varast kjaftasögur og sporna gegn meiðandi skrifum á netinu. 26.9.2011 19:00 Brotist inn í fjölda bíla um helgina Brotist var inn í á annan tug bíla á höfuðborgarsvæðinu um helgina samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 26.9.2011 17:31 Þrír létust í vinnuslysum í fyrra Þrír starfsmenn létust við vinnu sína á síðsta ári og 1174 vinnuslys voru tilkynnt til Vinnueftirlitsins. Þetta kemur fram í ársskýrslu Vinnueftirlitsins fyrir síðasta ár. Í inngangi að skýrslunni veltir Eyjólfur Sæmundsson forstjóri Vinnueftirlitsins, fyrir sér hvort það sé almennt álitinn óhjákvæmilegur "fórnarkostnaður“ að nokkrir einstaklingar láti lífið á ári hverju og fjölmargir slasist eða verði fyrir heilsutjóni við vinnu sína svo að hjól atvinnulífsins geti snúist og skapað þau verðmæti sem velferð okkar byggir á. 26.9.2011 16:40 Ranglega staðið að ráðningu forstjóra Íslandsstofu Ranglega var staðið að ráðningu framkvæmdastjóra Íslandsstofu þegar stofnunin var sett á fót, segir í nýju áliti Umboðsmanns Alþingis. Umsækjandi um stöðuna kvartaði til Umboðsmanns Alþingis vegna málsmeðferðar við ráðningu í starfið. 26.9.2011 16:09 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð á Mosfellsheiði Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á Mosfellsheiði, auk vel útbúinna björgunarsveitamanna á höfuðborgarsvæðinu og sjúkraflutningamanna, til þess að hlúa að manni sem hafði veikst utan alfaraleiðar eftir hádegið í dag. Á endanum tókst þyrlunni að lenda til þess að ná í manninn og því var ekki þörf á sjúkraliðinu eða björgunarsveitamönnunum. Ekki hafa fengist nákvæmar upplýsingar um heilsu viðkomandi. 26.9.2011 15:45 Rökin í Icesave kynnt fyrir utanríkismálanefnd Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, kynnti svar íslenskra stjórnvalda til Eftirlitsstofnunar EFTA fyrir utanríkismálanefnd Alþingis í morgun. 26.9.2011 14:45 Lögreglumenn íhuga að segja sig úr óeirðasveitinni Svo gæti farið að lögreglumenn á Suðurnesjum hætti í óeirðasveit lögreglunnar. Víkurfréttir hafa þetta eftir Hjálmari Hjálmarssyni hjá Lögreglufélagi Suðurnesja en málið verður rætt á félagsfundi sem hefst klukkan fjögur í dag. 26.9.2011 14:39 Píranafiskar bitu brasilíska baðstrandargesti Yfirvöld í norðaustur Brasilíu reyna nú hvað þau geta til þess að róa almenning en um helgina voru að minnsta kosti 100 baðstrandargestir bitnir af píranafiskum, en þessir litlu fiskar hafa illt orð á sér enda vel tenntir með afbrigðum. 26.9.2011 14:17 Ung börn unnu skemmdarverkin Búið er að finna þá sem unnu skemmdarverk á leiðum í kirkjugarði í Borgarnesi um helgina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru þarna að verki ung börn. Barnaverndayfirvöldum, forráðamönnum barnanna og aðstandendum hinna látnu hefur verið gert viðvart. 26.9.2011 14:06 Gorbachev hefur efasemdir um forsetaframboð Putins Mikhail Gorbachev, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, varar við stöðnun í Rússlandi ef Vladimir Putin verður aftur forseti landsins í mars eins og búist er við. Putin tilkynnti um helgina að hann myndi gefa kost á sér. Verði hann kjörinn er líklegt að Dmitry Medvedev, núverandi forseti landsins, taki við sem forsætisráðherra. Putin gegndi embætti forseta í tvö kjörtímabil áður en Medvedev tók við árið 2008. Samkvæmt stjórnarskrá landsins mátti hann ekki sitja í þriðja kjörtímabil. 26.9.2011 13:42 Palestínumálið kominn inn á borð Öryggisráðsins Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun í dag taka fyrir umsókn Palestínumanna um að verða fullgilt og sjálfstætt ríki. Búist er við því að umræðan um málið verði að mestu leyti táknræn, enda hafa Bandaríkjamenn tilkynnt að þeir muni beita neitunarvaldi sínu til þess að koma í veg fyrir að tillagan umsóknin hljóti brautargengi. 26.9.2011 13:42 Fjölmargir foreldrar þurfa að reiða sig á Fjölskylduhjálpina Af þeim 3562 einstaklingum sem fengu matargjafir frá Fjölskylduhjálp Íslands á tímabilinu 1. júní í fyrra til loka maí í ár voru um 1399 með börn á framfæri, samkvæmt rannsókn sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Fjölskylduhjálpina. Alls var tæplega 24 þúsund matargjöfum úthlutað á tímabilinu. 26.9.2011 11:36 Hnúfubakar ekki fleiri síðan mælingar hófust Hnúfubökum hefur fjölgað jafnt og þétt hér við land eftir að hvalatalning hófst fyrir 30 árum, eða um tíu til fimmtán prósent á ári. Þeir éta nú eina og hálfa milljón tonna á Íslandsmiðum á ári. 26.9.2011 11:24 Come To Harm sú besta á RIFF Íslenska stuttmyndin Come To Harm eftir Börk Sigþórsson var valin besta stuttmyndin þegar verðlaunin voru veitt í fyrsta skipti á RIFF-kvikmyndahátíðinni. Verðlaunin eru veitt í nafni Minningarsjóðs Thors Vilhjálmssonar. 26.9.2011 11:00 Embættismenn enn undir feldi vegna rjúpunnar Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um það hvernig rjúpnaveiði verður háttað. 26.9.2011 10:45 Utanríkismálanefnd fundar um Icesave Utanríkismálanefnd Alþingis kom saman í morgun til þess að funda um stöðuna í Icesave. Fram kom í yfirlýsingu Oda Helen Sletnes, forstjóra Eftirlitsstofnunar EFTA að ekki hefði verið tekin nein ákvörðun um hvort málinu yrði vísað til EFTA-dómstólsins. ESA bíði nú eftir svari íslenskra stjórnvalda við rökstuddu áliti stofnunarinnar frá 10. júní síðastliðins. 26.9.2011 10:24 Nóg komið af öskrum Umræðan í íslenskri pólitík er eins og banvænt krabbamein í samfélaginu að mati Gauks Úlfarssonar, kvikmyndaleikstjóra og eins forsprakka Besta flokksins. Gaukur segir að pólitíkin sé of vond til að gott fólk hætti sér út í hana og Íslendingar séu enn jafn frekir og þeir voru fyrir hrun. 26.9.2011 10:15 Unga fólkið líklegra til að taka veikindafrí Ný rannsókn í Bretlandi leiðir í ljós að starfsmenn undir þrítugu eru mun líklegri til þess að hringja sig inn veika en kollegar þeirra sem komnir eru yfir fimmtugt. 26.9.2011 10:02 Sýrlenskir skriðdrekar láta sprengjum rigna Skriðdrekar Sýrlandsstjórnar hafa látið sprengjum rigna yfir bæinn al-Rastan í Homs héraði í alla nótt. Þrír eru sárir að því er mannréttindasamtök segja. Héraðið hefur verið vígi mótmælenda í landinu síðustu sjö mánuði en almenningur krefst þess að forsetinn Bashar al-Assad segi af sér. Rúmlega 2700 almennir borgarar hafa fallið í átökum við stjórnarhermenn frá því átökin hófust. 26.9.2011 10:00 Einn kærður fyrir að vera ekki með skotvopnaleyfi Eftirlit hefur verið með skotveiðimönnum á Suðurlandi síðustu daga og var einn kærður í vikunni fyrir að vera ekki með tilskilin leyfi meðferðis og fyrir að vera með vopn sem ekki var skráð á hann. Í tilkynningu frá lögreglu segir að tiltölulega auðvelt sé að hafa þessi mál í lagi en ávallt skal skotvopnaleyfi vera meðferðis ásamt veiðikorti og þurfa þessi leyfi að vera í gildi. Þá bendir lögregla á að notkunarheimild þurfi að vera fyrir skotvopni sem ekki er skráð á viðkomandi. 26.9.2011 09:32 Grunaðir dýrbítar teknir Lögreglan á Hvolsvelli tók í gær hund sem grunaður er um að hafa ráðist á búfé í nágrenni við Hvolsvöll að undanförnu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni mun hundurinn hafa bitið þann sem handsamaði hann í kálfann. Í vikunni réðst jafnframt annar hundur á fé við sveitabæ í nágrenni Hellu. Hundurinn var gestkomandi í sveitinni og sást til hans þar sem hann réðst á féð. Til stendur að aflífa þann hund. 26.9.2011 09:23 Börn læra kínversku í grunnskólum Alls lærðu 23 börn kínversku í grunnskólum landsins á síðasta skólaári, 463 lærðu spænsku, 179 börn lærðu þýsku og 174 börn lærðu frönsku. Þetta kemur fram í upplýsingum Hagstofu Íslands, en þar kemur jafnframt fram að ekki hafi áður verið grunnskólanemendur í kínversku frá upphafi gagnasöfnunar Hagstofu Íslands. Tölurnar eru birtar í tilefni af degi tungumála í Evrópu, sem er í dag. 26.9.2011 09:11 Sexmenningar ákærðir fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk Sexmenningarnir sem handteknir voru í viðamikilli aðgerð í Birmingham á Bretlandi í síðustu viku hafa nú verið ákærðir. Fjórir þeirra eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk í landinu en tveir eru ákærðir fyrir að hylma yfir með hinum. Mennirnir eru á aldrinum 25 til 32 ára gamlir og er talið að þeir hafi ráðgert sjálfsmorðssprengjuárásir í Englandi. Mennirnir eru meðal annars sagðir hafa ferðast til Pakistans til þess að sækja námskeið í sprengjugerð auk þess sem efni til sprengjugerðar hafi fundist á heimilum þeirra. 26.9.2011 09:08 Vinstri menn taka völdin í efri deild franska þingsins Úrslit kosninga til efri deildar franska þingsins í gær eru sögð mikið áfall fyrir Nicholas Sarkozy Frakklandsforseta, en vinstrisinnar náðu þar meirihluta í fyrsta sinn í rúma hálfa öld. Kosið var um helming þingsæta í þetta sinnið en alls sitja 348 þingmenn í efri deildinni. 26.9.2011 08:06 Gríðarleg flóð á Indlandi - minnst áttatíu látnir Rúmlega tvær milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín í héruðunum Uttar Pradesh og Bihar á Indlandi vegna mikilla vatnavaxta sem hafa færst í aukana síðustu daga. Gríðarlegar monsún rigningar hafa verið á svæðinu í hálfan mánuð og hafa rúmlega áttatíu manns látið lífið í slysum sem tengjast flóðunum. Björgunarsveitum hefur tekist að koma 60 þúsund manns til hjálpar og matvælaaðstoð er hafin til þeirra svæða, sem einangrast hafa sökum flóðanna. 26.9.2011 08:02 Bíll brann til kaldra kola í Hafnarfirði Mannlaus fólksbíll eyðilagðist í eldi í Hafnarfirði á ellefta tímanum í gærkvöldi, en slökkviliðsmönnum tókst að forða nálægum bíl frá eldtungunum. Slökkvistarf gekk vel en eldsupptök eru ókunn. 26.9.2011 08:01 Slasaðist við Seljalandsfoss Erlend kona, sem er ferðamaður hér á landi, slasaðist þegar hún var að ganga á bak við Seljalandsfoss síðdegis í gær. Ferðafélagar komu henni til hjálpar og var hún flutt á slysadeild Landsspítalans í Reykjavík til aðhlynningar. Hún mun ekki hafa slasast alvarlega , en lögreglan á Hvolsvelli rannsakar tildrög slyssins. 26.9.2011 07:59 Katla skalf lítillega í gær Jarðskjálftamælar sýndu skjálfta upp á þrjá komma fimm á Richter í Kötlu upp úr klukkan hálf átta í gærkvöldi. Styrkur skjálftans vakti athygli í fyrstu, en þegar leið á kvöldið kom í ljós á mælingin var mjög ónákvæm og reyndist hann aðeins hafa verið upp á einn komma tvo. Allt hefur verið með kyrrum kjörum á svæðinu í nótt, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar í morgun. 26.9.2011 07:03 Atvinnulaus einstæð móðir fær ekki undanþágu hjá LÍN „Ég hef ekki efni á að borga námslánin á meðan ég er atvinnulaus, jafnvel þótt ég dreifi afborgunum þá á ég varla fyrir mat handa mér og dóttur minni," segir Anna Guðlaugsdóttir, þrítug einstæð móðir sem búsett er í Danmörku. 26.9.2011 06:00 Kæra vanrækslu á köttum „Okkur var mjög brugðið þegar við sáum þessar fréttir frá Egilsstöðum. Það virðist sem dýraníð sé að færast í aukana. En nú erum við búin að fá nóg,“ segir Anna Kristine Magnúsdóttir, formaður Kattavinafélags Íslands. 26.9.2011 05:30 Fækkun hrefnu ekki bundin við Faxaflóa Gísli Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir stofnunina engar vísbendingar hafa um að hrefnuveiðar eða hvalaskoðunarbátar valdi fækkun hrefnu á Faxaflóa. 26.9.2011 05:00 Krossar og legsteinar skemmdir Skemmdarverk voru unnin á 24 leiðum í kirkjugarðinum í Borgarnesi í aðfaranótt sunnudags. Þorbjörn Hlynur Árnason, sóknarprestur í Borgarprestakalli, sagði skemmdirnar hafa verið umtalsverðar. 26.9.2011 05:00 Gat flutt sex tonn af kókaíni Lögreglan í Kólumbíu hefur gert upptækan 16 metra langan kafbát sem ætlaður var til flutninga á eiturlyfjum. Þetta kom fram á fréttavef Breska ríkisútvarpsins í gær. Kafbáturinn var búinn fullkomnustu siglingatækjum og hefði getað flutt allt að sex tonna farm auk fimm manna áhafnar. Kólumbísku skæruliðasamtökin Farc áætluðu að nota kafbátinn næstkomandi fimmtudag, í samvinnu við önnur eiturlyfjasamtök. 26.9.2011 05:00 Segist ekki stöðva ESB-viðræður Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir öll ráðuneyti vinna að aðildarumsókn að Evrópusambandinu (ESB) í samræmi við ákvörðun Alþingis. 26.9.2011 04:30 Situr enn sem fastast í skugga blóðbaðs Ali Abdullah Saleh, forseti Jemens, sem sneri óvænt heim frá Sádi-Arabíu á sunnudag, lætur ekkert uppi um hvenær hann segi af sér. Blóðug átök hafa staðið í landinu í síðustu viku þar sem um 150 manns hafa látist í átökum stjórnarhersins við mótmælendur. Þeir hafa kallað ákaft eftir því að Saleh stígi til hliðar eftir 33ja ára valdatíð sem þykir framar öðru hafa einkennst af spillingu og getuleysi í baráttu við fátækt og glæpi. 26.9.2011 04:00 Sögðust saklausir í steininum Tveir bandarískir menn komu til Bandaríkjanna í gær eftir tveggja ára dvöl í fangelsi í Íran. Þeir voru handteknir ásamt unnustu annars þeirra í Kúrdahéruðum á landamærum Írans og Íraks í júlí 2009. 26.9.2011 03:15 Fáar lundapysjur hafa fundist í Eyjum Fáar lundapysjur hafa fundist í Vestmannaeyjum í ár. Um helgina höfðu tólf pysjur verið vigtaðar á fiskasafninu. 26.9.2011 03:00 Norðurlandameistarar í málþófi Þrengt hefur verið að möguleikum þingmanna til að stunda málþóf með nýlegum breytingum á þingsköpum. Brjánn Jónasson rýndi í þrengri reglur um ræðutíma og komst að því að þær hafa síður en svo slegið vopnin úr höndum þingmanna í minnihluta. Sitjandi ráðherrar fara þó varlega í að gagnrýna málþóf stjórnarandstöðunnar enda tveir methafar í ræðulengd í þeirra hópi. 25.9.2011 23:00 Flugbransinn er mjög einfaldur Nýi maðurinn í brúnni hjá Iceland Express hefur klikkunargenið sem þarf til að reyna að lappa upp á eitt hataðasta vörumerki landsins. Rokktrymbillinn Birgir Jónsson segir Stíg Helgasyni að hann muni taka rækilega til hjá félaginu - allt fyrir farþegana. 25.9.2011 21:30 Vann tæpa tvo milljarða á Netinu Norðmaður á þrítugsaldri frá Hörðalandi í Noregi vann í gær rúmlega 92 milljónir norskra króna, eða næstum því 1,9 milljarða íslenskra kórna, á internetinu í gegnum veðmálasíðuna Betsson. Það má segja að tímakaupið hafi verið ansi gott því hann lagði ekki eina einustu krónu í spilið. 25.9.2011 20:58 Sjá næstu 50 fréttir
Tilboðin himinhátt yfir kostnaðaráætlun Aðeins tvö tilboð bárust í ræsa- og brúagerð á sunnanverðum Vestfjörðum og reyndust bæði svo hátt yfir kostnaðaráætlun að Vegagerðin ákvað að vinna verkið sjálf. Krafa um að verktakar hafi jákvæða eiginfjárstöðu er talin geta skýrt fá tilboð. 26.9.2011 20:15
Úrvalsnámsmaður rekinn úr landi vegna aldurs Kanadískur íslenskunemi við Háskóla Íslands yfirgaf landið í dag að kröfu útlendingastofnunar. Hann er slíkur yfirburðanámsmaður í íslensku að hann er nú á öðru ári í Háskólanum, aðeins sautján ára gamall, en fær ekki að snúa aftur fyrr en hann hefur náð átján ára aldri. 26.9.2011 20:00
Framkvæmdir á Vesturlandsvegi næstu daga Á þriðjudag og miðvikudag er fyrirhugað að vinna við fræsingar og malbikun á vegöxlum á Vesturlandsvegi, ef veður leyfir. 26.9.2011 20:25
Fangaflutningar til Litháen 20 prósent af kostnaði ríkissjóðs Fangaflutningar til Litháen eru rúm tuttugu prósent af kostnaði ríkissjóðs við fangaflutninga til annarra landa síðastliðin tíu ár. Fangar voru fluttir til tuttugu og átta landa á kostnað ríkissjóðs á þessum tíma. 26.9.2011 19:45
Leiguverð komið upp í topp: "Auðvitað eru þetta fáránlega há verð“ Leiguverð á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu er komið upp í topp miðað við greiðslugetu almennings að mati formanns félags leigumiðlara. Slegist er um lausar íbúðir og dæmi um að þriggja herbergja íbúðir séu leigðar út á alltað hundrað og áttatíu þúsund krónur á mánuði. 26.9.2011 19:30
Þarf að varast kjaftasögur og sporna gegn meiðandi skrifum Bæjarstjórinn í Sandgerði segir íbúa bæjarins harmi slegna vegna sjálfsvígs ellefu ára drengs fyrir helgi. Hún hvetur Sandgerðinga til að sýna samstöðu, varast kjaftasögur og sporna gegn meiðandi skrifum á netinu. 26.9.2011 19:00
Brotist inn í fjölda bíla um helgina Brotist var inn í á annan tug bíla á höfuðborgarsvæðinu um helgina samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 26.9.2011 17:31
Þrír létust í vinnuslysum í fyrra Þrír starfsmenn létust við vinnu sína á síðsta ári og 1174 vinnuslys voru tilkynnt til Vinnueftirlitsins. Þetta kemur fram í ársskýrslu Vinnueftirlitsins fyrir síðasta ár. Í inngangi að skýrslunni veltir Eyjólfur Sæmundsson forstjóri Vinnueftirlitsins, fyrir sér hvort það sé almennt álitinn óhjákvæmilegur "fórnarkostnaður“ að nokkrir einstaklingar láti lífið á ári hverju og fjölmargir slasist eða verði fyrir heilsutjóni við vinnu sína svo að hjól atvinnulífsins geti snúist og skapað þau verðmæti sem velferð okkar byggir á. 26.9.2011 16:40
Ranglega staðið að ráðningu forstjóra Íslandsstofu Ranglega var staðið að ráðningu framkvæmdastjóra Íslandsstofu þegar stofnunin var sett á fót, segir í nýju áliti Umboðsmanns Alþingis. Umsækjandi um stöðuna kvartaði til Umboðsmanns Alþingis vegna málsmeðferðar við ráðningu í starfið. 26.9.2011 16:09
Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð á Mosfellsheiði Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á Mosfellsheiði, auk vel útbúinna björgunarsveitamanna á höfuðborgarsvæðinu og sjúkraflutningamanna, til þess að hlúa að manni sem hafði veikst utan alfaraleiðar eftir hádegið í dag. Á endanum tókst þyrlunni að lenda til þess að ná í manninn og því var ekki þörf á sjúkraliðinu eða björgunarsveitamönnunum. Ekki hafa fengist nákvæmar upplýsingar um heilsu viðkomandi. 26.9.2011 15:45
Rökin í Icesave kynnt fyrir utanríkismálanefnd Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, kynnti svar íslenskra stjórnvalda til Eftirlitsstofnunar EFTA fyrir utanríkismálanefnd Alþingis í morgun. 26.9.2011 14:45
Lögreglumenn íhuga að segja sig úr óeirðasveitinni Svo gæti farið að lögreglumenn á Suðurnesjum hætti í óeirðasveit lögreglunnar. Víkurfréttir hafa þetta eftir Hjálmari Hjálmarssyni hjá Lögreglufélagi Suðurnesja en málið verður rætt á félagsfundi sem hefst klukkan fjögur í dag. 26.9.2011 14:39
Píranafiskar bitu brasilíska baðstrandargesti Yfirvöld í norðaustur Brasilíu reyna nú hvað þau geta til þess að róa almenning en um helgina voru að minnsta kosti 100 baðstrandargestir bitnir af píranafiskum, en þessir litlu fiskar hafa illt orð á sér enda vel tenntir með afbrigðum. 26.9.2011 14:17
Ung börn unnu skemmdarverkin Búið er að finna þá sem unnu skemmdarverk á leiðum í kirkjugarði í Borgarnesi um helgina. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni voru þarna að verki ung börn. Barnaverndayfirvöldum, forráðamönnum barnanna og aðstandendum hinna látnu hefur verið gert viðvart. 26.9.2011 14:06
Gorbachev hefur efasemdir um forsetaframboð Putins Mikhail Gorbachev, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, varar við stöðnun í Rússlandi ef Vladimir Putin verður aftur forseti landsins í mars eins og búist er við. Putin tilkynnti um helgina að hann myndi gefa kost á sér. Verði hann kjörinn er líklegt að Dmitry Medvedev, núverandi forseti landsins, taki við sem forsætisráðherra. Putin gegndi embætti forseta í tvö kjörtímabil áður en Medvedev tók við árið 2008. Samkvæmt stjórnarskrá landsins mátti hann ekki sitja í þriðja kjörtímabil. 26.9.2011 13:42
Palestínumálið kominn inn á borð Öryggisráðsins Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun í dag taka fyrir umsókn Palestínumanna um að verða fullgilt og sjálfstætt ríki. Búist er við því að umræðan um málið verði að mestu leyti táknræn, enda hafa Bandaríkjamenn tilkynnt að þeir muni beita neitunarvaldi sínu til þess að koma í veg fyrir að tillagan umsóknin hljóti brautargengi. 26.9.2011 13:42
Fjölmargir foreldrar þurfa að reiða sig á Fjölskylduhjálpina Af þeim 3562 einstaklingum sem fengu matargjafir frá Fjölskylduhjálp Íslands á tímabilinu 1. júní í fyrra til loka maí í ár voru um 1399 með börn á framfæri, samkvæmt rannsókn sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Fjölskylduhjálpina. Alls var tæplega 24 þúsund matargjöfum úthlutað á tímabilinu. 26.9.2011 11:36
Hnúfubakar ekki fleiri síðan mælingar hófust Hnúfubökum hefur fjölgað jafnt og þétt hér við land eftir að hvalatalning hófst fyrir 30 árum, eða um tíu til fimmtán prósent á ári. Þeir éta nú eina og hálfa milljón tonna á Íslandsmiðum á ári. 26.9.2011 11:24
Come To Harm sú besta á RIFF Íslenska stuttmyndin Come To Harm eftir Börk Sigþórsson var valin besta stuttmyndin þegar verðlaunin voru veitt í fyrsta skipti á RIFF-kvikmyndahátíðinni. Verðlaunin eru veitt í nafni Minningarsjóðs Thors Vilhjálmssonar. 26.9.2011 11:00
Embættismenn enn undir feldi vegna rjúpunnar Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um það hvernig rjúpnaveiði verður háttað. 26.9.2011 10:45
Utanríkismálanefnd fundar um Icesave Utanríkismálanefnd Alþingis kom saman í morgun til þess að funda um stöðuna í Icesave. Fram kom í yfirlýsingu Oda Helen Sletnes, forstjóra Eftirlitsstofnunar EFTA að ekki hefði verið tekin nein ákvörðun um hvort málinu yrði vísað til EFTA-dómstólsins. ESA bíði nú eftir svari íslenskra stjórnvalda við rökstuddu áliti stofnunarinnar frá 10. júní síðastliðins. 26.9.2011 10:24
Nóg komið af öskrum Umræðan í íslenskri pólitík er eins og banvænt krabbamein í samfélaginu að mati Gauks Úlfarssonar, kvikmyndaleikstjóra og eins forsprakka Besta flokksins. Gaukur segir að pólitíkin sé of vond til að gott fólk hætti sér út í hana og Íslendingar séu enn jafn frekir og þeir voru fyrir hrun. 26.9.2011 10:15
Unga fólkið líklegra til að taka veikindafrí Ný rannsókn í Bretlandi leiðir í ljós að starfsmenn undir þrítugu eru mun líklegri til þess að hringja sig inn veika en kollegar þeirra sem komnir eru yfir fimmtugt. 26.9.2011 10:02
Sýrlenskir skriðdrekar láta sprengjum rigna Skriðdrekar Sýrlandsstjórnar hafa látið sprengjum rigna yfir bæinn al-Rastan í Homs héraði í alla nótt. Þrír eru sárir að því er mannréttindasamtök segja. Héraðið hefur verið vígi mótmælenda í landinu síðustu sjö mánuði en almenningur krefst þess að forsetinn Bashar al-Assad segi af sér. Rúmlega 2700 almennir borgarar hafa fallið í átökum við stjórnarhermenn frá því átökin hófust. 26.9.2011 10:00
Einn kærður fyrir að vera ekki með skotvopnaleyfi Eftirlit hefur verið með skotveiðimönnum á Suðurlandi síðustu daga og var einn kærður í vikunni fyrir að vera ekki með tilskilin leyfi meðferðis og fyrir að vera með vopn sem ekki var skráð á hann. Í tilkynningu frá lögreglu segir að tiltölulega auðvelt sé að hafa þessi mál í lagi en ávallt skal skotvopnaleyfi vera meðferðis ásamt veiðikorti og þurfa þessi leyfi að vera í gildi. Þá bendir lögregla á að notkunarheimild þurfi að vera fyrir skotvopni sem ekki er skráð á viðkomandi. 26.9.2011 09:32
Grunaðir dýrbítar teknir Lögreglan á Hvolsvelli tók í gær hund sem grunaður er um að hafa ráðist á búfé í nágrenni við Hvolsvöll að undanförnu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni mun hundurinn hafa bitið þann sem handsamaði hann í kálfann. Í vikunni réðst jafnframt annar hundur á fé við sveitabæ í nágrenni Hellu. Hundurinn var gestkomandi í sveitinni og sást til hans þar sem hann réðst á féð. Til stendur að aflífa þann hund. 26.9.2011 09:23
Börn læra kínversku í grunnskólum Alls lærðu 23 börn kínversku í grunnskólum landsins á síðasta skólaári, 463 lærðu spænsku, 179 börn lærðu þýsku og 174 börn lærðu frönsku. Þetta kemur fram í upplýsingum Hagstofu Íslands, en þar kemur jafnframt fram að ekki hafi áður verið grunnskólanemendur í kínversku frá upphafi gagnasöfnunar Hagstofu Íslands. Tölurnar eru birtar í tilefni af degi tungumála í Evrópu, sem er í dag. 26.9.2011 09:11
Sexmenningar ákærðir fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk Sexmenningarnir sem handteknir voru í viðamikilli aðgerð í Birmingham á Bretlandi í síðustu viku hafa nú verið ákærðir. Fjórir þeirra eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk í landinu en tveir eru ákærðir fyrir að hylma yfir með hinum. Mennirnir eru á aldrinum 25 til 32 ára gamlir og er talið að þeir hafi ráðgert sjálfsmorðssprengjuárásir í Englandi. Mennirnir eru meðal annars sagðir hafa ferðast til Pakistans til þess að sækja námskeið í sprengjugerð auk þess sem efni til sprengjugerðar hafi fundist á heimilum þeirra. 26.9.2011 09:08
Vinstri menn taka völdin í efri deild franska þingsins Úrslit kosninga til efri deildar franska þingsins í gær eru sögð mikið áfall fyrir Nicholas Sarkozy Frakklandsforseta, en vinstrisinnar náðu þar meirihluta í fyrsta sinn í rúma hálfa öld. Kosið var um helming þingsæta í þetta sinnið en alls sitja 348 þingmenn í efri deildinni. 26.9.2011 08:06
Gríðarleg flóð á Indlandi - minnst áttatíu látnir Rúmlega tvær milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín í héruðunum Uttar Pradesh og Bihar á Indlandi vegna mikilla vatnavaxta sem hafa færst í aukana síðustu daga. Gríðarlegar monsún rigningar hafa verið á svæðinu í hálfan mánuð og hafa rúmlega áttatíu manns látið lífið í slysum sem tengjast flóðunum. Björgunarsveitum hefur tekist að koma 60 þúsund manns til hjálpar og matvælaaðstoð er hafin til þeirra svæða, sem einangrast hafa sökum flóðanna. 26.9.2011 08:02
Bíll brann til kaldra kola í Hafnarfirði Mannlaus fólksbíll eyðilagðist í eldi í Hafnarfirði á ellefta tímanum í gærkvöldi, en slökkviliðsmönnum tókst að forða nálægum bíl frá eldtungunum. Slökkvistarf gekk vel en eldsupptök eru ókunn. 26.9.2011 08:01
Slasaðist við Seljalandsfoss Erlend kona, sem er ferðamaður hér á landi, slasaðist þegar hún var að ganga á bak við Seljalandsfoss síðdegis í gær. Ferðafélagar komu henni til hjálpar og var hún flutt á slysadeild Landsspítalans í Reykjavík til aðhlynningar. Hún mun ekki hafa slasast alvarlega , en lögreglan á Hvolsvelli rannsakar tildrög slyssins. 26.9.2011 07:59
Katla skalf lítillega í gær Jarðskjálftamælar sýndu skjálfta upp á þrjá komma fimm á Richter í Kötlu upp úr klukkan hálf átta í gærkvöldi. Styrkur skjálftans vakti athygli í fyrstu, en þegar leið á kvöldið kom í ljós á mælingin var mjög ónákvæm og reyndist hann aðeins hafa verið upp á einn komma tvo. Allt hefur verið með kyrrum kjörum á svæðinu í nótt, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar í morgun. 26.9.2011 07:03
Atvinnulaus einstæð móðir fær ekki undanþágu hjá LÍN „Ég hef ekki efni á að borga námslánin á meðan ég er atvinnulaus, jafnvel þótt ég dreifi afborgunum þá á ég varla fyrir mat handa mér og dóttur minni," segir Anna Guðlaugsdóttir, þrítug einstæð móðir sem búsett er í Danmörku. 26.9.2011 06:00
Kæra vanrækslu á köttum „Okkur var mjög brugðið þegar við sáum þessar fréttir frá Egilsstöðum. Það virðist sem dýraníð sé að færast í aukana. En nú erum við búin að fá nóg,“ segir Anna Kristine Magnúsdóttir, formaður Kattavinafélags Íslands. 26.9.2011 05:30
Fækkun hrefnu ekki bundin við Faxaflóa Gísli Víkingsson, sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir stofnunina engar vísbendingar hafa um að hrefnuveiðar eða hvalaskoðunarbátar valdi fækkun hrefnu á Faxaflóa. 26.9.2011 05:00
Krossar og legsteinar skemmdir Skemmdarverk voru unnin á 24 leiðum í kirkjugarðinum í Borgarnesi í aðfaranótt sunnudags. Þorbjörn Hlynur Árnason, sóknarprestur í Borgarprestakalli, sagði skemmdirnar hafa verið umtalsverðar. 26.9.2011 05:00
Gat flutt sex tonn af kókaíni Lögreglan í Kólumbíu hefur gert upptækan 16 metra langan kafbát sem ætlaður var til flutninga á eiturlyfjum. Þetta kom fram á fréttavef Breska ríkisútvarpsins í gær. Kafbáturinn var búinn fullkomnustu siglingatækjum og hefði getað flutt allt að sex tonna farm auk fimm manna áhafnar. Kólumbísku skæruliðasamtökin Farc áætluðu að nota kafbátinn næstkomandi fimmtudag, í samvinnu við önnur eiturlyfjasamtök. 26.9.2011 05:00
Segist ekki stöðva ESB-viðræður Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir öll ráðuneyti vinna að aðildarumsókn að Evrópusambandinu (ESB) í samræmi við ákvörðun Alþingis. 26.9.2011 04:30
Situr enn sem fastast í skugga blóðbaðs Ali Abdullah Saleh, forseti Jemens, sem sneri óvænt heim frá Sádi-Arabíu á sunnudag, lætur ekkert uppi um hvenær hann segi af sér. Blóðug átök hafa staðið í landinu í síðustu viku þar sem um 150 manns hafa látist í átökum stjórnarhersins við mótmælendur. Þeir hafa kallað ákaft eftir því að Saleh stígi til hliðar eftir 33ja ára valdatíð sem þykir framar öðru hafa einkennst af spillingu og getuleysi í baráttu við fátækt og glæpi. 26.9.2011 04:00
Sögðust saklausir í steininum Tveir bandarískir menn komu til Bandaríkjanna í gær eftir tveggja ára dvöl í fangelsi í Íran. Þeir voru handteknir ásamt unnustu annars þeirra í Kúrdahéruðum á landamærum Írans og Íraks í júlí 2009. 26.9.2011 03:15
Fáar lundapysjur hafa fundist í Eyjum Fáar lundapysjur hafa fundist í Vestmannaeyjum í ár. Um helgina höfðu tólf pysjur verið vigtaðar á fiskasafninu. 26.9.2011 03:00
Norðurlandameistarar í málþófi Þrengt hefur verið að möguleikum þingmanna til að stunda málþóf með nýlegum breytingum á þingsköpum. Brjánn Jónasson rýndi í þrengri reglur um ræðutíma og komst að því að þær hafa síður en svo slegið vopnin úr höndum þingmanna í minnihluta. Sitjandi ráðherrar fara þó varlega í að gagnrýna málþóf stjórnarandstöðunnar enda tveir methafar í ræðulengd í þeirra hópi. 25.9.2011 23:00
Flugbransinn er mjög einfaldur Nýi maðurinn í brúnni hjá Iceland Express hefur klikkunargenið sem þarf til að reyna að lappa upp á eitt hataðasta vörumerki landsins. Rokktrymbillinn Birgir Jónsson segir Stíg Helgasyni að hann muni taka rækilega til hjá félaginu - allt fyrir farþegana. 25.9.2011 21:30
Vann tæpa tvo milljarða á Netinu Norðmaður á þrítugsaldri frá Hörðalandi í Noregi vann í gær rúmlega 92 milljónir norskra króna, eða næstum því 1,9 milljarða íslenskra kórna, á internetinu í gegnum veðmálasíðuna Betsson. Það má segja að tímakaupið hafi verið ansi gott því hann lagði ekki eina einustu krónu í spilið. 25.9.2011 20:58