Innlent

Bíll brann til kaldra kola í Hafnarfirði

Mannlaus fólksbíll eyðilagðist í eldi í Hafnarfirði á ellefta tímanum í gærkvöldi, en slökkviliðsmönnum tókst að forða nálægum bíl frá eldtungunum. Slökkvistarf gekk vel en eldsupptök eru ókunn.

Þá barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu tilkynning frá brunaboða í Háskólanum í Reykjavík um fjögur leitið í nótt. Þar hafði rofi í rafmagnshurð sviðnað og gefið frá sér reyk, en engin eldur kviknaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×