Erlent

Sögðust saklausir í steininum

Mennirnir flugu á brott frá Íran á laugardag með konunni sem þeir voru handteknir með fyrir rúmum tveimur árum. Fréttablaðið/AP
Mennirnir flugu á brott frá Íran á laugardag með konunni sem þeir voru handteknir með fyrir rúmum tveimur árum. Fréttablaðið/AP
Tveir bandarískir menn komu til Bandaríkjanna í gær eftir tveggja ára dvöl í fangelsi í Íran. Þeir voru handteknir ásamt unnustu annars þeirra í Kúrdahéruðum á landamærum Írans og Íraks í júlí 2009.

Yfirvöld í Íran sökuðu þremenningana um njósnir. Þeir neituðu sök og héldu því fram að þeir hefðu óvart farið yfir landamærin til Írans. Vinkona mannanna var leyst úr haldi í fyrra. Mennirnir voru leystir úr haldi gegn tryggingu upp á eina milljón Bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 120 milljóna íslenskra króna. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×