Innlent

Grunaðir dýrbítar teknir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hundarnir höfðu báðir ráðist á sauðfé.
Hundarnir höfðu báðir ráðist á sauðfé. Mynd/ Jón Sigurður.
Lögreglan á Hvolsvelli tók í gær hund sem grunaður er um að hafa ráðist á búfé í nágrenni við Hvolsvöll að undanförnu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni mun hundurinn hafa bitið þann sem handsamaði hann í kálfann. Í vikunni réðst jafnframt annar hundur á fé við sveitabæ í nágrenni Hellu. Hundurinn var gestkomandi í sveitinni og sást til hans þar sem hann réðst á féð. Verið er að athuga hvort aflífa eigi hundinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×