Erlent

Sexmenningar ákærðir fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk

Mynd/AP
Sexmenningarnir sem handteknir voru í viðamikilli aðgerð í Birmingham á Bretlandi í síðustu viku hafa nú verið ákærðir. Fjórir þeirra eru ákærðir fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk í landinu en tveir eru ákærðir fyrir að hylma yfir með hinum. Mennirnir eru á aldrinum 25 til 32 ára gamlir og er talið að þeir hafi ráðgert sjálfsmorðssprengjuárásir í Englandi. Mennirnir eru meðal annars sagðir hafa ferðast til Pakistans til þess að sækja námskeið í sprengjugerð auk þess sem efni til sprengjugerðar hafi fundist á heimilum þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×