Erlent

Gat flutt sex tonn af kókaíni

Kafbáturinn sem Kólumbíska lögreglan gerði upptækan átti að fara sína fyrstu ferð á fimmtudaginn. mynd/afp nordic
Kafbáturinn sem Kólumbíska lögreglan gerði upptækan átti að fara sína fyrstu ferð á fimmtudaginn. mynd/afp nordic
Lögreglan í Kólumbíu hefur gert upptækan 16 metra langan kafbát sem ætlaður var til flutninga á eiturlyfjum. Þetta kom fram á fréttavef Breska ríkisútvarpsins í gær. Kafbáturinn var búinn fullkomnustu siglingatækjum og hefði getað flutt allt að sex tonna farm auk fimm manna áhafnar. Kólumbísku skæruliðasamtökin Farc áætluðu að nota kafbátinn næstkomandi fimmtudag, í samvinnu við önnur eiturlyfjasamtök.

Að sögn kólumbísku lögreglunnar er kafbáturinn líklega stærsta eiturlyfjaskipið sem náðst hefur í landinu síðustu ár. Áætlað er að kafbáturinn hafi kostað um tvær milljónir Bandaríkjadala, sem jafngildir um 240 milljónum íslenskra króna.

Báturinn var haldlagður í borginni í Buenaventura, en þar hafa umsvif eiturlyfjasamtaka aukist síðustu misseri.- rat




Fleiri fréttir

Sjá meira


×