Innlent

Hnúfubakar ekki fleiri síðan mælingar hófust

Mynd/AP
Hnúfubökum hefur fjölgað jafnt og þétt hér við land eftir að hvalatalning hófst fyrir 30 árum, eða um tíu til fimmtán prósent á ári. Þeir éta nú eina og hálfa milljón tonna á Íslandsmiðum á ári.

Hnúfubakurinn étur einkum ljósátu, síld, loðnu, makríl ufsa og ýsu, og verður allt að 35 tonn að þyngd. Sérstaklega leggur hann sig eftir loðnu og eftir að loðnuganga fór að aukast á Íslandsmiðum fór hluti stofnsins að halda til hér við land allt árið, í stað þess að fara í karabíska hafið yfir veturinn og fjölga sér þar. Fullvaxinn hnúfubakur þarf um 300 kíló af fiskmeti á dag.

Talið er að nú séu 12 til 14 þúsund hnúfubakar á Íslandsmiðum og við Færeyjar. Hnúfubakruinn var friðaður árið 1956 en Norðmenn veiddu hann grimmt hér við land upp úr næstsíðustu aldamótum og bræddu hann að mestu í lýsi, þótt kjötið af honum þyki ágætis mannamatur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×