Innlent

Kæra vanrækslu á köttum

Formaður Kattavinafélagsins segir aðgerðir sveitarstjórnar Fljótsdalshéraðs gegn flækingsköttum á Egilsstöðum brot á lögum.
Formaður Kattavinafélagsins segir aðgerðir sveitarstjórnar Fljótsdalshéraðs gegn flækingsköttum á Egilsstöðum brot á lögum.
„Okkur var mjög brugðið þegar við sáum þessar fréttir frá Egilsstöðum. Það virðist sem dýraníð sé að færast í aukana. En nú erum við búin að fá nóg,“ segir Anna Kristine Magnúsdóttir, formaður Kattavinafélags Íslands.

Félagið lagði fram kæru á föstudag í síðustu viku vegna vanrækslu á köttum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er fyrsta kæra Kattavinafélagsins. „Engum verður hlíft sem fer illa með dýr,“ segir Anna. Brot á lögum um dýravernd getur varðað allt að tveggja ára fangelsi.

Kattavinafélagið gagnrýnir þær fyrirhuguðu aðgerðir sveitarstjórnar Egilsstaða gegn heimilis- og villiköttum sem greint var frá í Fréttablaðinu um helgina. Í fréttinni var sagt frá kvörtun nokkurra íbúa Egilsstaða vegna lausagöngu katta. Rætt var við Þórhall Þorsteins sem kvartaði undan óþrifnaði kattanna. Þeir skilji eftir sig kattaskít úti um allt og róti í matjurtagörðum. Átak gegn köttum á að hefjast fyrsta vetrardag en það gengur út á að fækka óskráðum köttum.

Kattavinafélagið mótmælir fyrirhuguðum aðgerðum sveitarstjórnarinnar. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að fullyrðingar um kattaplágu sé ekki studd með neinum gögnum heldur sanni að kattahald fari misvel í íbúa bæjarins. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×